Námskeið fyrir sveitarstjórnarfulltrúa á Vesturlandi

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Tæplega 30 fulltúar úr sveitarstjórnum á Vesturlandi mættu á námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn sem fór fram í Borgarnesi nýverið. Á námskeiðinu, sem haldið var af Sambandi íslenskra sv…eitarfélaga, var farið yfir ýmsa mikilvægi þætti í starfsemi og rekstri sveitarfélaga. Leiðbeinandi var Smári Geirsson fyrrum sveitarstjórnarfulltrúi til 28 ára í Fjarðabyggð (Neskaupstað), auk þess sem starfsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga voru með fyrirlestra. Námskeiðið þótti takast vel og vera afar ganglegt.

Styrkir til rannsókna á sviði byggðamála

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Byggðarannsóknasjóður hefur þann tilgang að efla byggðarannsóknir og bæta þannig þekkingargrunn fyrir stefnumótun og aðgerðir í byggðamálum. Stjórn sjóðsins var skipuð í byrjun árs og auglýsir nú í fyrsta skipti eftir umsóknum um styrki. Umsóknarfrestur er á miðnætti 8. mars. Nánari upplýsingar á heimasíðu Byggðastofnunar – smellið hér.

Atvinnumál kvenna

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um styrki til atvinnumála kvenna vegna ársins 2015. Umsóknarfrestur til og með 16.febrúar.

Átak til atvinnusköpunar

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðauglýsir eftir umsóknum um styrki úr verkefninu Átaki til atvinnusköpunar. Veittir eru styrkir til nýsköpunarverkefna og markaðsaðgerða frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtækja.

Börn í sveitum Vesturlands

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Í dag kom út Hagvísir Vesturlands sem ber yfirskriftina: Börn í sveitum á Vesturlandi. Í hagvísinum var varpað ljósi á fjölgun eða fækkun barna í sveitum á Vesturlandi. Til samanburðar var horft til sömu þróunar í þéttbýli á Vesturlandi, til sveita í öðrum landshlutum og erlendis. Þá var áhugavert að bera saman þróun á fjölda barna gagnvart fjölda fullorðinna. Meginniðurstöður voru að börnum fækkaði um 42% til sveita á Vesturlandi

Stöðugreining Vesturlands

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Byggðastofun hefur undanfarið unnið stöðugreiningar fyrir landshlutana og lauk þeirri vinnu nú í nóvember.

Fyrirtækjakönnun

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Nýverið lauk vinnu við skýrslu um könnun á viðhorf fyrirtækja á Vesturlandi til ýmissa þátta í starfsemi og rekstrarumhverfi þeirra. Skýrslan og könnunin var unnin af Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi og er aðgengileg á heimsíðu samtakanna www.ssv.is (bein krækja hér).

Ný stjórn SSV – Ingveldur Guðmundsdóttir formaður

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Á framhaldsaðalfundi SSV fimmtudaginn 18. september 2014 var kosin ný stjórn og formaður samtakanna. Eftirfararndi voru kosnir í 12 mann stjórn SSV: Ingveldur GuðmundsdóttirIngveldur Guðmundsdóttir, formaður Valgarð Líndal Jónsson Rakel Óskarsdóttir Bjarki Þorsteinsson Guðveig Eyglóardóttir Eggert Kjartansson Eyþór Garðarsson Sif Matthíasdóttir Hjördís Stefánsdóttir Árni Hjörleifsson Kristín Björg Árnadóttir Hafdís Bjarnadóttir

Sameining sveitarfélaga á Vesturlandi

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Í dag kom út á vef SSV www.ssv.is skýrslan Sameining sveitarfélaga á Vesturlandi: Möguleikar nokkurra valkosta og hugsanleg áhrif þeirra árið 2014. Í skýrslunni er að finna greiningu á fýsileika fimm sameiningar-sviðsmynda á Vesturlandi. Ekki er tekin afstaða til þess hvort sameiningarnar skiluðu hreinum ábata fyrir samfélögin þar sem mat sumra þáttanna var huglægt og því ekki hægt að kvarða þá. Hins vegar eru dregnar ályktanir um æskilegustu og óæskilegustu