Samráðsfundur stjórnenda í velferðarþjónustu á Vesturlandi og SSV

SSVFréttir

Nýlega tóku stjórnendur í velferðarþjónstu á Vesturlandi ákvörðun um að stofna formlegan vettvang fyrir samráð og samstarf í samvinnu við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi. Tilgangur reglulegra samráðsfunda er að búa til sameiginlegan vettvang velferðarsviða sveitarfélaga á Vesturlandi með það að meginmarkmiði að stuðla að aukinni farsæld íbúa svæðisins og standa vörð um hagsmuni þeirra. Fyrsti fundur samráðshópsins fór fram miðvikudaginn …

Leiðir til byggðafestu – átaksverkefni í Dalabyggð, Reykhólahreppi, Húnaþingi vestra og á Ströndum

SSVFréttir

Leiðir til byggðafestu Fjórðungssamband Vestfirðinga (FV), Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) standa sameiginlega að verkefni með styrk frá innviðaráðuneytinu til að efla byggð á því landsvæði sem mest á undir sauðfjárrækt. Þar er litið til Dalabyggðar, Reykhólahrepps, Strandabyggðar, Kaldrananeshrepps, Árneshrepps og Húnaþings vestra. Í sveitarfélögunum sex er talin mikil þörf á að fjölga …

Samgöngusáttmáli fyrir Vesturland og átak í heilbrigðismálum

SSVFréttir

Sveitarstjórnarfólk á Vesturlandi kom saman á Haustþingi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) nýverið og ræddi helstu hagsmunamál landshlutans og ályktaði um ýmis málefni sem ofarlega eru á baugi.  Fyrir utan að sinna þeim lögbundnu verkefnum sem sveitarfélögunum eru falin og öðrum þeim verkefnum sem þau taka að sér, þá er hagsmunagæsla gangvart ríkisvaldinu verkefni sem þau sinna af krafti. Því …

Átak í atvinnueflingu fólks með skerta starfsorku

SSVFréttir

Nýverið var skrifað undir samning á milli SSV og Starfsendurhæfingar Vesturlands um samkomulag þess efnis að Starfsendurhæfing Vesturlands taki að sér að hafa umsjón með undirbúningi og framkvæmd á áhersluverkefninu „Átak í atvinnueflingu fólks sem skerta starfsorku“. Verkefnið heyrir undir Sóknaráætlun Vesturlands og hefur það að markmiði að nýta þann mikla mannauð sem hefur skerta starfsgetu til þess að komast …

Stækkun gassöfnunarkerfis í Fíflholtum – skref í átt að grænni  framtíð

SSVFréttir

Sorpurðun Vesturlands hefur samkvæmt kröfum starfsleyfis starfrækt gassöfnunarkerfi á urðunarstað Fíflholts frá byrjun árs 2019. Þar sem áframhald hefur verið á urðun lífræns úrgangs var tekin sú ákvörðun að stækka kerfið til að auka afköst þess enn frekar. Hauggas er samheiti yfir gróðurhúsalofttegundir sem falla til við urðun á lífrænum úrgangi. Gasið samanstendur aðallega af metani og koltvísýringi sem er …

Nýjar höfuðstöðvar Náttúrufræðistofnunar verða á Akranesi og starfsstöð sett upp á Hvanneyri

SSVFréttir

  „Nýjar höfuðstöðvar Náttúrufræðistofnunar verða á Akranesi samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Ráðherra undirritaði í gær viljayfirlýsingu við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) um að styðja við uppbyggingu starfsstöðva Náttúrufræðistofnunar og fleiri opinberra stofnana ráðuneytisins á Vesturlandi. Viljayfirlýsingunni sem undirrituð var í gær er ætlað að færa ný og laus störf stofnunarinnar á Vesturland, en í …

Að flytja úr borginni út á land

VífillFréttir

Fyrir rúmri viku fjallaði Gísli Einarsson um búferlaflutninga úr borginni eða stóru þéttbýli í þau minni eða í dreifbýlið (SMELLIÐ HÉR). Vífill Karlsson hjá SSV var einn viðmælenda og studdist hann í umsögn sinni m.a. við rannsókn sem birt var á þessu ári í erlendu tímariti (SMELLIÐ HÉR) og sýnir að fasteignaverð er einn af þeim þáttum sem leika þarna …

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands

SSVFréttir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands Úthlutun janúar 2025 Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands. Í ÞESSARI ÚTHLUTUN ERU:  – Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar – Verkefnastyrkir til menningarmála – …