Hlaðvarp SSV – Vesturland í sókn

SSV Fréttir

Nú hefur hafið göngu sína hlaðvarp á vegum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem ber heitið „Vesturland í sókn“. Hlaðvarpið, sem er framtak starfsmanna SSV, mun hafa þann tilgang að fræða fólk um störf SSV og verkefnin sem eru í brennidepli hverju sinni. Þá er stefnt að því að kynnast nánar þeirri atvinnuþróun og menningarstarfsemi sem á sér stað á Vesturlandi …

Þjóðahátíð Vesturlands með breyttu sniði

SSV Fréttir

Eins og í svo mörgum menningarverkefnum setti Covid19 strik í reikning viðburðahalds síðasta árs. Eitt af þessum verkefnum er hin árlega Þjóðahátíð Vesturlands sem Félag nýrra Íslendinga (Society of New Icelanders) heldur utanum. En þau voru ekki af baki dottin og hafa sett saman hátíð með nýju sniði á Youtube. Þar getur ýmissa grasa og m.a. er hægt að sjá …

Áfangastaðaáætlun Vesturlands kom út í dag

SSV Fréttir

Í dag kom út önnur útgáfa af Áfangastaðaáætlun Vesturlands sem gildir fyrir árin 2021-2023. Í henni er sett fram áætlun um áherslur, uppbyggingu og þróun ferðamála í landshlutanum næstu þrjú árin. Um er að ræða nokkurs konar stefnumótun og verkefnaáætlun sem nýtist jafnt fyrirtækjum, sveitarfélögum og öðrum sem láta sig málin varða. Ítarlega frétt má finna á vef Skessuhorns. Skýrslan …

Húsnæði fyrir störf án staðsetningar

SSV Fréttir

Við vekjum athygli á þessu mælaborði inn á vef Byggðastofnunar. Um er að ræða mælaborð á korti sem sýnir staðina sem geta tekið við fólki sem vinnur starf án staðsetningar. Nánar á: 

Ert þú að leita þér að vinnurými? Viltu vera þátttakandi í lifandi og skapandi samfélagi?

SSV Fréttir

Hugheimar hafa sett í loftið könnun sem er gerð til þess að greina eftirspurn eftir vinnurými og aðstöðu fyrir einstaklinga og sprotafyrirtæki í Borgarbyggð. Niðurstöðurnar verða nýttar til að móta aðgerðir Hugheima til að koma til móts við þær þarfir sem eru til staðar. Til stendur að bjóða aðstöðu á sem hagstæðustum kjörum fyrir einstaklinga í fjarvinnu, fyrir frumkvöðla sem …

Lóa – nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina

SSV Fréttir

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra auglýsir eftir umsóknum um Lóu – nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina.   Hlutverk styrkjanna, sem nú verða veittir í fyrsta sinn, er að styðja við nýsköpun, eflingu atvinnulífs og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni, á forsendum svæðanna sjálfra. Lóa styður við nýsköpunarstefnu og er liður í breytingum á opinberu stuðningsumhverfi nýsköpunar vegna fyrirhugaðar niðurlagningar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Umsóknarfrestur er …

Atvinnumál kvenna: opið fyrir umsóknir til 1. mars

SSV Fréttir

Styrkjum til atvinnumála kvenna er úthlutað einu sinni á ári en þeir eru ætlaðir konum sem eru að vinna að viðskiptahugmynd eða þróa verkefni.  Markmiði er að auka aðgengi frumkvöðlakvenna að fjármagni. Að þessu sinni eru frumkvöðlakonur á landsbyggðinni og konur í atvinnuleit hvattar til að sækja um.   Skilyrði er að verkefnið/hugmyndin falli að eftirfarandi: Að verkefnið sé í meirihluta …

Hamingjan er á öllu Snæfellsnesi

SSV Fréttir

Í umfjöllun um íbúakönnun landshlutanna sem kom út nýverið og var verkstýrt af SSV slæddist inn sú hvimleiða villa að Snæfellsnes varð að Snæfellsbæ.  Þessi villa varð til þess að í ýmsum fjölmiðlum mátti lesa að íbúar í Snæfellsbæ væru hamingjusamastir allra ásamt Vestmannaeyingum.  Þarna átti hins vegar að standa að íbúar Snæfellsness ásamt Vestmannaeyingum væru hamingjusamastir.  Vissulega eru íbúar …

Opinn fundur: Vesturland í sókn – Ný atvinnutækifæri á Vesturlandi

SSV Fréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi standa fyrir opnum fundi á TEAMS miðvikudaginn 17. febrúar og hefst fundurinn kl. 09:00. Á fundinum mun Hafsteinn Helgason verkfræðingur og ráðgjafi hjá EFLU fara yfir ýmis tækifæri sem eru að verða til í atvinnulífinu. Hafsteinn hefur um árabil komið að ýmsum viðskiptaþróunarverkefnum fyrir hönd fyrirtækisins, en hann var sviðsstjóri viðskiptaþróunar hjá EFLU. Hafsteinn hefur leitt …

Sveitarfélögin á Vesturlandi senda frá sér tilkynningu um lagningu Sundabrautar

SSV Fréttir

Sveitarfélögin á Vesturlandi senda frá sér svohljóðandi tilkynningu:  Sveitarfélög á Vesturlandi hvetja til þess að þegar verði hafist handa við undirbúning að framkvæmdum við Sundabraut. Sveitarfélögin á Vesturlandi fagna nýrri skýrslu um lagningu Sundabrautar þar sem skýrðir eru helstu valkostir um legu hennar og þverun Kleppsvíkur.  Skýrslan er vel unnin og greinargóð og ljóst að hún er góður grunnur fyrir …