Jólin sungin inn á Akranesi

SSV Fréttir

Í dag, 1. desember opna Skagamenn fyrsta gluggann á árlegu jóladagatali sínu og syngja inn jólinn. Er þetta í þriðja skipti sem verkefnið fer af stað og hefur glatt Skagamenn og í raun landsmenn alla á aðventunni. Skaginn syngur inn jólin hefur hlotið styrk úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands í öll skiptin og hefur verkefnið vaxið og dafnað þau þrjú ár sem …

Nýr umsjónarmaður ráðinn til starfa í Fíflholtum

SSV Fréttir

  Í dag var undirritaður ráðningarsamningur við Guðna Eðvarðsson.  Hann hefur verið ráðinn sem sem umsjónarmaður urðunarstaðarins í Fíflholtum og tekur við af Þorsteini Eyþórssyni. Fyrsti dagur Guðna í starfi er 1. desember. Með Guðna á myndinni er Hrefna B Jónsdóttir, framkvæmdasjtóri Sorpurðunar Vesturlands hf.  

Fjárfestahátíð – Kynningarfundur

SSV Fréttir

NÝVEST og SSV boða til fundar á Teams föstudaginn 2. desember kl. 10:00-11:00. Á fundinum mun Anna Lind Björnsdóttir ráðgjafi hjá SSNE og Norðanvindi kynna fjárfestahátíðina. Norðanátt, með stuðningi frá umhverfis- og loftlagsráðuneytinu, stendur fyrir Fjárfestahátíð á Siglufirði 29.-31. mars og leitað er eftir nýsköpunarverkefnum úr öllum landshlutum sem eru í leit að fjármögnun. UMSÓKNARFRESTUR ER 15. DESEMBER NK. Nánar má …

Fjárfestahátíð á Siglufirði – leit að nýsköpunarverkefnum

SSV Fréttir

SSV og Nývest  ásamt öllum landshlutasamtökum munu taka þátt í Fjárfestingarhátíð Norðanáttar sem verður á Siglufirði dagana 29. til 31. mars 2023.  Þetta þýðir í raun að frumkvöðlum af Vesturlandi gefst kostur á því að taka þátt í þessu áhugaverða verkefni sem var upphaflega fyrir frumkvöðla af Norðurlandi. Áhugasamir aðilar á Vesturlandi geta haft samband við atvinnuráðgjafa SSV fyrir frekari …

Bæjar- og sveitarstjórar á Vesturlandi funda með SSV

SSV Fréttir

  Bæjar- og sveitarstjórar á Vesturlandi ásamt nokkrum oddvitum af svæðinu og framkvæmdastjóra SSV funduðu í Borgarnesi mánudaginn 14. nóvember s.l..  Á fundinum var komið inn á ýmis málefni, s.s. almannavarnir, samstarf slökkviliða, stafræna þróun í sveitarfélögunum, eflingu öldrunarþjónustu, stofnun safnaklasa, almenningssamgöngur, samgöngumál og innviði.  Að fundi loknum sótti hópurinn ráðstefnu Sorpurðunar Vesturlands um úrgangsmál sem fór fram á Hótel …

Kynning á Uppbyggingarsjóði Vesturlands

SSV Fréttir

Kynning á Facebook Live á Uppbyggingarsjóði Vesturlands þar sem farið verður yfir úthlutunarreglur, umsóknarferlið, spurningum svarað og fleira. Allir velkomnir ! VIÐBURÐUR Á FACEBOOK Opið er fyrir umsóknir og rennur fresturinn út 17. nóvember. Sjá nánar: UPPBYGGINGARSJÓÐUR OPIN FYRIR UMSÓKNIR  

Ráðstefna um úrgangsmál

SSV Fréttir

  Ráðstefna um úrgangsmál Hótel Hamri, mánudaginn 14. nóvember kl. 13:00.  13:00  Setning.  Hrefna B Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Sorpurðunar Vesturlands hf. 13:10   Ferðalagið framundan.  Hrafnhildur Tryggvadóttir, deildarstjóri umhverfis og framkvæmda hjá Borgarbyggð 13:20   Sveitarfélögin eru samtaka um hringrásarhagkerfi.    Eygerður Margrétardóttir, sérfræðingur í umhverfis- og úrgangsmálum hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga 13:50    Framleiðendaábyrgð og kostnaður sveitarfélaganna á meðhöndlun úrgangs.  Valgeir Páll Björnsson, verkfræðingur …

Íslensku menntaverðlaunin til Vesturlands

SSV Fréttir

Tvenn verðlaun Íslensku menntaverðlaunanna fóru í hlut skóla á Vesturlandi í ár, en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum nú á dögunum. Grunnskóla Snæfellsbæjar hlaut verðlaun í flokknum þróunarverkefni fyrir átthagakennslu og Menntaskóli Borgarfjarðar hlaut hvatningarverðlaun fyrir framsækna endurskoðun á námskrá. Átthagafræði Grunnskóla Snæfellsbæjar gengur útá að nemendur öðlist góðan skilning á átthögum sínum og nærumhverfi. Þannig kynnist …

Kellingar hylltar á Akranesi

SSV Fréttir

Sú hefð hefur skapast á Akranesi að heiðra ýmis konar samfélagsverkefni í tilefni af Rökkurdögum sem í ár eru haldnir í 20. skipti. Þar á meðal eru menningarverðlaun Akraneskaupsstaðar sem í ár féllu í skaut leikhópsins Kellinga. Kellingarnar eru hópur kvenna á Akranesi sem undanfarin ár hafa staðið fyrir sögurölti um Akranes þar sem þær stíga á stokk og segja …

Frumkvæðissjóður DalaAuðs úthlutar styrkjum

SSV Fréttir

  Föstudaginn 4. nóvember var úthlutað úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs. Úthlutunarhátíðin var haldin á Laugum í Sælingsdal. DalaAuður er samstarfsverkefni SSV, Byggðastofnunar og Dalabyggðar og er eitt af verkefnum undir hatti brothættra byggða. Verkefnið hófst í mars á þessu ári og er þetta fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóði þess. Að þessu sinni voru 12.250.000 kr voru til úthlutunar. Alls bárust 30 umsóknir …