Unnið að nýrri Sóknaráætlun 2025-2029

SSVFréttir

  Nú stendur yfir vinna við nýja Sóknaráætlun Vesturlands sem mun gilda frá 2025-2029. Nýverið undirrituðu Páll S. Brynjarsson framkvæmdastjóri SSV og Hrafnkell Proppé eigandi Úrbana undir samning þess efnis að ráðgjafateymi Úrbana ynnu með SSV að nýrri sóknaráætlun. Sóknaráætlanir landshluta eru stefnumótandi áætlanir sem fela í sér stöðumat, framtíðarsýn, markmið og aðgerðir og eru þær unnar í víðtæku samráði …

Ný íbúakönnun landshlutanna gefin út í dag

VífillFréttir

Hamingja íbúa mest í Skagafirði, Snæfellsnesi og á Héraði Hamingja íbúa í Skagafirði, á Snæfellsnesi  og á Héraði  mælist mest á landinu í nýrri íbúakönnun landshlutanna. Íbúar Stranda og Reykhóla ásamt Vestur-Húnavatnssýslu voru óhamingjusamastir í könnuninni. Í könnuninni er afstaða þátttakenda til eigin hamingju og almennrar ánægju með þjónustu sveitarfélagsins þar sem þeir búa dregin saman. Þá mælir könnunin alls …

SSV þáttakandi í átakinu „Hér er töluð allskonar íslenska“

SSVFréttir

Í maí fór fram vitundarvakningin „Hér er töluð alls konar íslenska“ er verkefni á vegum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands og fjármagnað að hluta úr Sóknaráætlun Vesturlands. Verkefnið gengur útá að gefa innlendum og erlendum færi á að tala íslensku eftir sinni færni og getu. Með því eru brotnir múrar með því að segja að það sé í lagi að tala allskonar íslensku …

Barnamenningarhátíð hefst í dag

SSVFréttir

Akraneskaupstaður setti Barnamenningarhátíð formlega í dag. Að því tilefni var öllum mennta- og menningarstofnunum í bænum afhent nýútkomna bók á vegum Listasafns Íslands Sjónarafl: Þjálfun í myndlæsi. Bókin er einstaklega gagnleg í að kenna börnum (og fullorðnum) á öllum aldri hvernig á að lesa listaverk. Dagskrá Barnamenningarhátíðar Akraneskaupstaðar er fjölbreytt í ár og stefndur hún dagana 23.31. maí. Þema hátíðarinnar …

Farsældardagurinn á Vesturlandi haldinn í Borgarnesi

SSVFréttir

Fimmtudaginn 16. maí var blásið til Farsældardags Vesturlands í Hjálmakletti í Borgarnesi. Markmið með viðburðinum var að framlínufólk farsældarmála á Vesturlandi kæmi saman, bæri saman bækur sínar og mótuðu innleiðingu farsældarlaganna í landshlutanum. Um 120 manns komu saman í Hjálmakletti og hlýddu á „fyrirmyndarsögur“ frá sveitarfélögnum, þ.e. hvað hefur tekist vel og hvernig mætti læra enn meira af reynslunni. Í …

Fjölmennur fundur um vegamál á Vesturlandi

SSVFréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) stóðu fyrir fjölmennum fundi um vegamál á Vesturlandi í Gestastofu Snæfellinga á Breiðabliki föstudaginn 10 maí s.l.  Gestir fundarins voru þingmenn Norðvestur-kjördæmis, ráðuneytisstjóri innviðaráðuneytisins og forstjóri Vegagerðarinnar ásamt starfsmönnum.  Kjörnir fulltrúar og bæjar- og sveitarstjórar á Vesturlandi fjölmenntu á fundinn sem sýnir mikilvægi vegamála fyrir sveitarfélögin á Vesturlandi. Á fundinum kom skýrt fram sú mikla …

Heimsókn til SSNV á Norðulandi vestra

SSVFréttir

  Starfsmenn SSV skelltu sér í heimsókn á Norðurland vestra í síðustu viku og tóku starfsmenn SSNV vel á móti hópnum. Við áttum tvo góða og gagnlega daga þar sem við ræktuðum tengsl og ræddum saman um verkefni og áskoranir landshlutasamtaka. Fyrri deginum eyddum við í Skagafirði þar sem við heimsóttum m.a. Byggðastofnun þar sem við ræddum samstarfið okkar á …

Íbúalýðræði á Vesturlandi

VífillFréttir

Í nýjustu íbúakönnuninni voru þátttakendur spurðir út í íbúalýðræði. Í þeim tilgangi var spurt: Hversu vel finnst þér sveitarfélagið leita eftir sjónarmiðum eða skoðunum íbúanna? Á Vesturlandi var þó nokkur breidd í niðurstöðum þessarar spurningar. Í Dölunum töldu hlutfallslega fæstir þátttakenda sveitarfélagið standa sig illa í að leita eftir sjónarmiðum íbúanna eða um 17% (sjá mynd). Dalirnir voru líka lægstir …

Opnað hefur verið fyrir umsóknir öndvegisstyrkja Uppbyggingarsjóðs Vesturlands

SSVFréttir

Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Vesturlands hefur ákveðið að veita alls 20 m.kr. til áhugaverðra verkefna á Vesturlandi. Viðkomandi verkefni geta verið á hugmyndastigi eða lengra komin. Þau þurfa að hafa skírskotun til svæðisins og nýsköpunar í atvinnulífi og menningu þess. Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn úthlutar reglulega styrkjum til nýsköpunar í …