Uppbyggingarsjóður Vesturlands úthlutar tæplega 48 milljónum

SSV Fréttir

Í dag 14. janúar voru veittir 95 styrkir úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands til verkefna sem efla munu atvinnuþróun og menningu í landshlutanum. Heildarupphæð styrkja nam 47.580.000 króna. Þetta er áttunda árið sem sjóðurinn úthlutar styrkjum til annars vegar menningarverkefna og hins vegar atvinnu- og nýsköpunarverkefna í samræmi við Sóknaráætlun Vesturlands. Í ár var úthlutunarhátíðin rafræn og send út á youtube rás …

Dagur landsbyggðafyrirtækja – #ruralbusiness day

SSV Fréttir

Digi2Market verkefnið stendur fyrir #ruralbusiness samfélagsmiðladegi þann 19. janúar 2022. Markmiðið er að vekja athygli á því frábæra fólki, þjónustu og vörum fyrirtækja í landsbyggðunum, sem eiga stóran þátt í að styðja við og byggja upp samfélögin í hinum dreifðari byggðum. Við viljum ná eins mörgum með og við mögulega getum á Íslandi, Írlandi, Finnlandi, um alla Evrópu og víðar til …

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Ratsjána fyrir árið 2022

SSV Fréttir

Ratsjáin er ákveðið verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka nýsköpunarhæfni sína, hraða mikilvægum breytingaferlum og öðlast aukna yfirsýn og getu til að þróa vörur og þjónustu. Íslenski ferðaklasinn leiðir verkefnið í samstarfi við RATA og Samtök sveitarfélaga á Íslandi. Ratsjáin verður keyrð með blönduðu sniði af rafrænni fræðslu, vinnustofum og verkefnalotum. Allir landshlutar munu eiga …

Skrifstofa SSV opnunartímar yfir hátíðirnar

SSV Fréttir

Opnunartími skrifstofu SSV yfir hátíðirnar: Fimmtudagur 23. desember – LOKAÐ Föstudagur 24. desember – LOKAÐ Mánudagur 27.desember – LOKAÐ Þriðjudagur 28. desember – OPIÐ Miðvikudagur 29. desember – OPIÐ Fimmtudagur 30. desember – OPIÐ Föstudagur 31. desember – LOKAÐ

Mannamóti frestað til 24. mars 2022

SSV Fréttir

Mannamótum hefur verið frestað til 24. mars 2022, vegna breytinga á sóttvarnarreglum sem taka gildi í kvöld. Ferðakaupstefnuna stóð til að halda í janúar eins og venjan er, nánar tiltekið þann 20. janúar en í ljósi aðstæðna hefur nú verið ákveðið að fresta henni eins og áður segir. Viðburðurinn verður því haldinn í Kórnum í Kópavogi, frá 12-17 þann 24. …

Sínum augum lítur hver á silfrið

Vífill Fréttir

Í dag fór skýrslan „Sínum augum lítur hver á silfrið“ á heimasíðu SSV eftir Vífil Karlsson og Sigurborgu Kr. Hannesdóttur. Rannsóknin gekk út á meta hvaða aðdráttarafl hin ýmsu ólíku samfélög á landsbyggðinni byggju yfir. Lögð var áhersla á að skoða fámenn einangruð samfélög en þau síðan borin saman við fjölmenn samfélög á jaðri höfuðborgarsvæðisins eins og Akranes og/eða fjölmenn, …

Sóknaráætlun Vesturlands styður við arTTré og Fab-Lab smiðju Vesturlands

SSV Fréttir

Nýverið veitti Sóknaráætlun Vesturlands fyrirtækinu arTTré ehf., sem er umsjónaraðili Fab-Lab smiðju Vesturlands á Akranesi, styrk að upphæð kr. 600.000.-  arTTré mun nýta styrkinn til að undirbúa námskrá og námskeið þar sem farið verður í undirstöðuatriði stafrænar framleiðslutækni. Meginmarkmið námskeiðsins er að kynna undirstöðuatriði stafrænnar framleiðslutækni auk ferilsins við að fá hugmynd og vinna hana áfram í frumgerð.  Námskeiðinu er …