Síðastliðinn föstudag úthlutaði Uppbyggingarsjóður Vesturlands tæpum 14 milljónum til 13 atvinnu- og nýsköpunarverkefna og 20 milljónum til öndvegisstyrkja. Úthlutunin fór fram í Menntaskóla Borgarfjarðar og var hluti af dagskrá frumkvöðladags Vesturlands undir heitinu „Nýsköpun í vestri“ sem er samstarfsverkefni Gleipnis, nýsköpunar- og þróunarseturs á Vesturlandi, Nývest, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og er styrkt af Sóknaráætlun Vesturlands. Dagskráin hófst kl. 13 og …
Ný störf innan íþróttahreyfingarinnar á Vesturlandi
Sextán ný stöðugildi innan íþróttahreyfingarinnar má nú finna um land allt á vegum UMFÍ og ÍSÍ en þar starfa nú svæðisfulltrúar á þeirra vegum í þeim tilgangi að efla íþróttahéruð og íþróttahreyfinguna. Tilkomu þessara stöðugilda, sem tilheyra svokölluðum svæðisstöðvum, má rekja til þess að mennta- og barnamálaráðuneytið setti fram stefnumótun í íþróttamálum til ársins 2030 þar sem markmið voru meðal …
Bára ráðin verkefnastjóri hjá SSV
Gengið hefur verið frá ráðningu verkefnastjóra farsældarmála hjá SSV, en til starfsins hefur verið ráðin Bára Daðadóttir félagsráðgjafi á Akranesi. Bára hefur lokið BA í félagsráðgjöf og MA námi í félagsráðgjöf til starfsréttinda frá Háskóla Íslands og hefur víðtæka reynslu á sviði velferðar- og farsældarmála. Þannig hefur Bára starfað sem forstöðumaður félagsmiðstöðvar og verið félagsrágjafi hjá Akraneskaupstað og Kópavogsbæ. …
Fundur um sjálfbær atvinnusvæði á Vesturlandi
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) boðar til fundar um nýja skýrslu um sjálfbær atvinnusvæði á Vesturlandi. Fundurinn fer fram á Teams mánudaginn 7. október og hefst hann kl. 09:00. Það þarf að skrá sig á fundinn hér neðst á síðunni, þau sem skrá sig fá sent fundaboð á Teams sunnudaginn 6. október. Á fundinum munu Sævar Kristinsson og Helena W. …
Vestnorden í Færeyjum
Starfsfólk Markaðsstofu Vesturlands fór til Þórshafnar í Færeyjum þar sem ferðakaupstefnan Vestnorden fór fram. Að auki voru fjögur fyrirtæki frá Vesturlandi að kynna starfsemi sína , það eru Hótel Varmaland, Láki Tours, Hótel Borgarnes og Hótel Hamar. https://vestnorden2024.converve.io/index.php
Málæði
List fyrir alla stendur nú fyrir sérstöku verkefni til eflingar íslenskunnar. Verkefnið ber nafnið „Málæði“ og er unnið í samstarfi við engan annan en Bubba Morthens. Málæði er ætlað fyrir unglinga í grunnskólum landsins og er markmiðið að hvetja ungt fólk til að tjá sig í tali og tónum á íslensku. Bubbi hefur samið lag sem er innblásið af …
Nýsköpun í vestri: Frumkvöðladagur á Vesturlandi 2024
Markmið „Nýsköpunar í vestri“ er efla sköpunarkraft og frumkvöðlastarf á Vesturlandi, tengja fólk saman og stuðla að nýjum verkefnum og verðmætasköpun á svæðinu. Dagskráin er blanda af fræðslu, reynslusögum og tengslamyndun. Þátttakendur munu læra af reyndum frumkvöðlum og kynnast nýju fólki. Hluti af dagskránni er úthlutun atvinnu- og nýsköpunarstyrkja úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands og gefst þátttakendum tækifæri til að spjalla við …
Ætlar þú að senda umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða?
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða er opin fyrir umsóknir til 15.október n.k. – sjá nánar á vef Ferðamálastofu Áhersla ráðherra í úthlutun fyrir framkvæmdaárið 2025 er: “ minna sótt svæði og lengingu ferðatímabils“ auk hefðbundinna áherslna sem tilgreindar eru í lögum um sjóðinn s.s. verndun náttúru, öryggi ferðafólks og uppbyggingu innviða – en einnig er áhersla á það að viðkomandi verkefni sem sótt er um …
Evrópurútan á ferð um landið
Í tilefni þess að 30 ár eru síðan að samningur um Evrópska efnahagssvæðisins (EES) tók gildi, og veitti Íslandi aðgang að auknum tækifærum til samstarfs í Evrópu, mun Evrópurútan fara hringinn um landið í september þar sem vakin verður athygli á árangri af Evrópuverkefnum í heimabyggð og tækifærum til framtíðar í alþjóðasamstarfi. Evrópurútan mun mæta á Akranes og bjóða íbúum …