Glefsa: Fjöldi íbúða á fasteignamarkaði Vesturlands

SSV Fréttir

Ný Glefsa var gefin út í dag á vef SSV. Að þessu sinni er fjallað um fjölda íbúða á fasteignamarkaði Vesturlands. Í ljós kom að íbúðum hefur fjölgað hlutfallslega mest í Hvalfjarðarsveit og Akraneskaupstað árin 2005-2022 en minnst í Snæfellsbæ og Dalabyggð. Vísbendingar komu fram um að mestur skortur sé í dag á íbúðum í Snæfellsbæ og Hvalfjarðarsveit og minnstur …

IceDocs 2022 sett

SSV Fréttir

Heimildahátíðin IceDocs var sett við hátíðlega athöfn í Skemmunni við Akranesvita. Forsetafrú Íslands, Frú Eliza Reid flutti opnunarávarp og í kjölfarið var sýnd opnunarmyndin Distopia Utopia eftir skjálistamanninn Die! Goldstein. Forsetafrú minntist á mikilvægi þess að glökkt sé gests augað, og fagnaði þannig þeirri flóru erlendra heimildarmynda sem myndu segja sögur á hátíðinni að þessu sinni, en sagnalist væri samofinn …

Guðveig Lind Eyglóardóttir er nýr formaður SSV

SSV Fréttir

Aukaaðalfundur SSV, sem kallaður var saman til að kjósa nýja stjórn í kjölfar sveitarstjórnarkosninga fór fram í gær, miðvikudaginn 22. júní. Á fundinum var Guðveig Lind Eyglóardóttir forseti sveitarstjórnar í Borgarbyggð kosin nýr formaður og mun hún taka við formennskunni af Lilju Björg Ágústsdóttir.  Átta nýir fulltrúar komu inn í stjórnina sem telur ellefu fulltrúa. Nýir fulltrúar eru Líf Lárusdóttir …

Lýðheilsuvísar Vesturlands 2022

SSV Fréttir

Lýðheilsuvísar Vesturlands 2022 gefnir út Á dögunum gaf embætti Landlæknis út Lýðheilsuvísa fyrir heilbrigðisumdæmi landsins. Lýðheilsuvísar eru mælikvarðar sem gefa til kynna stöðu heilbrigðis og vellíðan þjóðarinnar eftir svæðum. Við ákvörðun um val á vísunum er sjónum beint að ýmsum stefnum sem stofnanir á borð við Landlæknisembættið, Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) og Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið út er ákvarða markmið um …

Aukaaðalfundur SSV

SSV Fréttir

Aukaaðalfundar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fer fram á Hótel Hamri, Borgarnesi miðvikudaginn 22. júní 2022.  Sama dag verður einnig aukaaðalfundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands.  Dagskrá miðvikudaginn 22 júní verður sem hér segir:  Kl. 13:00 Aukaaðalfundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands  Kl. 14:00 Aukaaðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi   Eftirtaldir dagskrárliðir verða teknir fyrir á aukaaðalfundi SSV: Kosning stjórnar  Önnur mál löglega fram borin Kynning á starfsemi Samtaka …

Uppbygggingarsjóður Vesturlands veitti 15 styrki til atvinnu- og nýsköpunarverkefna

SSV Fréttir

  Föstudaginn 10. júní var haldin Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri þar sem veittir voru 15 styrkir til atvinnu- og nýsköpunarverkefna úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Tilgangur Uppbyggingarsjóðs Vesturlands er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn úthlutar einu sinni á ári til menningarverkefna en tvisvar á ári til atvinnu- og nýsköpunarverkefna. Svala Svavarsdóttir, verkefnastjóri sjóðsins setti …

Menningarfulltrúar landshlutanna funda á Vesturlandi

SSV Fréttir

  Árlega hittast menningarfulltrúar og verkefnastjórar menningarmála hjá landshlutasamtökunum og funda um hin ýmsu mál er snúa að þeirra starfi. Þá er notað tækifærið til að skoða menningarstarf sem eru í gangi á hverjum stað fyrir sig og var engin undantekning á því í ár. Fundirnir eru haldnir til skiptis á milli landshluta og í ár var komið að Vesturlandi …

Hvað má og hvað má ekki – nýr leiðarvísir fyrir gesti sem koma með skemmtiferðaskipum í höfn á Akranesi

SSV Fréttir

Staðbundnir leiðarvísar veita gestum skemmtiferðaskipa hjálpleg tilmæli áður en komið er í höfn á hverjum stað. Þeir innihalda ábendingar um hvert sé best að fara og ráð um hvernig eigi að vera tillitsamur gestur. Meðal annars hvetur leiðarvísirinn gesti til að njóta bæjarins og landslagsins, en láta gróður, dýr og menningararf ósnortna. Leiðarvísirinn bendir einnig á markverða staði og gönguleiðir.

Barnamenningarhátíð 2022 í Snæfellsbæ

SSV Fréttir

Í maí var undirritað samkomulag á milli SSV og Snæfellsbæjar um Barnamenningarhátíð 2022. Hátíðin er ein af áhersluverkefnum Sóknaráætlunnar Vesturlands um blómlega menningu í landshlutanum og hefur undanfarin ár farið á milli þriggja staða á Vesturlandi. Það eru Snfellsbær, Reykholt og Akranes. Árið 2020 var undirritað samkomulag við Akraneskaupstað um hátíðina en hún frestaðist um ár vegna heimsfaraldursins. Nú þegar …