Námskeið fyrir sveitarstjórnarfulltrúa á Vesturlandi

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Tæplega 30 fulltúar úr sveitarstjórnum á Vesturlandi mættu á námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn sem fór fram í Borgarnesi nýverið. Á námskeiðinu, sem haldið var af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, var farið yfir ýmsa mikilvægi þætti í starfsemi og rekstri sveitarfélaga. Leiðbeinandi var Smári Geirsson fyrrum sveitarstjórnarfulltrúi til 28 ára í Fjarðabyggð (Neskaupstað), auk þess sem starfsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga voru með fyrirlestra. Námskeiðið þótti takast vel og vera afar ganglegt.