Íbúakönnun á Vesturlandi

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Skýrsla sem greinir frá íbúakönnun á Vesturlandi var gefin út í vikunni. Vaxtarsamningur Vesturlands var tilefni þessarar könnunar þar sem menntunarstig íbúanna og viðhorf þeirra til búsetuskilyrða á Vesturlandi er kannað sérstaklega. Auk þess voru íbúarnir spurðir um ýmislegt annað forvitnilegt. Þar má nefna almenna ánægju með að búa á Vesturlandi, mikilvægustu samgöngubætur fyrir Vestlendinga og hvort kvótaskerðingin í upphafi yfirstandandi fiskveiðiárs hafi áhrif á hugsanlegan brottflutning þeirra. Upplýsingar um

Fundur um atvinnumál 18, apríl

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Samtök sveitafélaga á Vesturlandi og Snæfellsbær boða til fundar um atvinnumál í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík föstudaginn 18. apríl, 2008 undir yfirskriftini: Er líf án Þorsksins? Fundurinn er öllum opin og aðgangur ókeypis Dagskrá fundarins má nálgast hér

Frumkvöðull Vesturlands 2007

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi óskar eftir tilnefningum til frumkvöðuls Vesturlands 2007. Búið er að opna fyrir tilnefningar og m.a. hægt að senda inn tilnefningu rafrænt á þessari síðu. Nánari upplýsingar er að finna hér til hægri undir Frumkvöðull Vesturlands árið 2007.

Atvinnuráðgjöf Vesturlands

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Auglýsir eftir háskólamenntuðum starfsmanni með viðskiptamenntun í starfsstöð sína í Borgarnesi. Starfið felst í atvinnuráðgjöf og viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og geta tekist á við krefjandi verkefni. Æskilegt er að viðkomandi getið hafið störf fljótlega. Umsóknum stal skilað til Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi Bjarnarbraut 8 310 Borgarnesi fyrir 1. mars nk. Nánari upplýsingar veita Hrefna s. 863-7364 og Ólafur s. 892-3208 Atvinnuráðgjöf Vesturlands er rekinn af Samtökum sveitarfélaga

Mótvægisaðgerðir – Efling atvinnuþróunar og nýsköpunar

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Samkvæmt fjáraukalögum 2007 á að verja 100 milljónum króna til sérstakra átaksverkefna á sviði atvinnuuppbyggingar til skilgreindra nýsköpunar og þróunarverkefna á þeim svæðum sem verða fyrir mestum samdrætti vegna minni þorskaflaheimilda. Einnig er fyrirhugað að í fjárlögum ársins 2009 verði 100 milljónir sem ráðstafað verður á sama hátt. Um getur verið að ræða styrk og/eða hlutafé. Hámarks upphæð er 8 milljónir, þó ekki hærri en 50% af samþykktum kostnaði. Umsækjendur

Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar til eflingar ferðaþjónustu

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita alls 160 milljónum króna til eflingar ferðaþjónustu á þeim svæðum sem verða fyrir aflasamdrætti vegna skerðingar á veiðiheimildum. Auglýst er eftir umsóknum um stuðning við verkefni til atvinnusköpunar í ferðaþjónustu á ofangreindum svæðum. Umsækjendur geta verið sveitarfélög, einstaklingar og fyrirtæki og er hámarksstyrkur til hvers verkefnis 8 milljónir kr. Verkefnin verði unnin á árunum 2008-2009 og verður styrkurinn greiddur í tvennu lagi, helmingur hvort ár.

Nýr hagvísir

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Út er komin nýr hagvísir, sem fjallar að þessu sinni um nýskráningu hlutafélaga og einkahlutafélaga. Hagvísirinn má finna hérna til vinstri. En einnig hérna.

Sorpurðun Vesturlands fær nýjan troðara

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Í dag afhenti MEST ehf. Sorpurðun Vesturlands nýjan sorptroðara af Bomag gerð. Um er að ræða sérhannaða vinnuvél til að minnka umfang sorps og nýta land betur til urðunar. Á sorptroðaranum er öflugur gálgi sem nýtist til að moka og ýta sorpi í gryfjur.

Útskrift af Brautargengisnámskeiði

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Þann 11.desember s.l. voru útskrifaðar á Hótel Framnesi í Grundarfirði sjö konur af Brautargengisnámskeiði sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur haldið undanfarin ár við vaxandi vinsældir. Auk NMI stóðu að námskeiðinu á Grundarfirði, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi. En þetta er í annað Brautargengisnámskeiði sem haldið er hérna á Vesturlandi árið 2007. Útskriftarhópur – Brautargengi á Grundarfirði Kristín Björg Árnadóttir, atvinnuráðgjafi SSV var umsjónarmaður verkefnsins sem staðið hefur síðastliðnar 15 vikur og lauk