Fyrirtækjakönnun

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Nýverið lauk vinnu við skýrslu um könnun á viðhorf fyrirtækja á Vesturlandi til ýmissa þátta í starfsemi og rekstrarumhverfi þeirra. Skýrslan og könnunin var unnin af Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi og er aðgengileg á heimsíðu samtakanna www.ssv.is (bein krækja hér).


Könnunina sem unnin var haustið 2013 gefur um margt skýra mynd af stöðu fyrirtækja á Vesturlandi og framtíðarhorfum. Í skýrslunni kemur m.a. fram að allnokkur bjartsýni sé meðal fyrirtækja á Vesturlandi. Afkoman hefur verið nokkuð góð þegar til lengri tíma er litið og uppbygging virðist vera framundan. Sókn mun mest verða á sviði markaðsmála. Þá búa fyrirtækin við viðunandi samkeppnisstig og almennt má segja að forsvarsmenn fyrirtækja séu skapandi í hugsun og tilbúnir til að feta nýjar brautir.

Þetta og margt fleira má lesa í skýrslunni sem eins og áður segir er aðgengileg á heimasíðu SSV.