Kynningaferð um Snæfellsnes, 16. júní 2008

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Mánudaginn 16. Júní var farin upplýsinga- og kynningarferð um Snæfellsnes, sem atvinnuráðgjöf SSV skipulagði fyrir þá aðila sem vinna að opinberri upplýsingagjöf til ferðamanna á Snæfellsnesi.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands auglýsir styrki til einstaklinga og fyrirtæki á landsbyggðinni

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Fyrirtæki og einstaklingar geta sótt um neðangreinda styrki: Framtak: sem veitir faglegan og fjárhagslegan stuðning til að þróa hugmynd að þjónustu eða vöru í markaðshæfa afurð. Styrkupphæð allt að kr. 3.000.000 Skrefi framar: veitir stuðning til kaupa á ráðgjöf til nýsköpunar eða umbóta í rekstri. Styrkupphæð allt að kr. 600.000 Frumkvöðlastuðningur: veitir frumkvöðlum og litlum fyrirtækjum á landsbyggðinni styrki til að þróa viðskiptahugmyndir. Styrkupphæð allt að kr. 600.000 Frekari upplýsingar

Sjávarrannsóknarsetrið Vör Frumkvöðull Vesturlands 2007

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Sjávarrannsóknarsetrið Vör var valin Frumkvöðull Vesturlands 2007. En Frumkvöðladagur Vesturlands var haldinn hin 6. Maí 2008. Sjávarrannsóknarsetrið hlaut verðlaunin fyrir öflugt rannsóknar starf á lífríki Breiðarfjarðar. Sjávarrannsóknarsetrið Vör er sjálfseignarstofnun og standa 22 aðilar að baki stofnunarinnar. Stofnunin hefur það að megin markmiði að rannsaka lífríki Breiðafjarðar og auka þekkingu okkar á vistkerfinu og nýtingarmöguleika auðlinda svæðisins. Erla Björk Örnólfsdóttir forstöðukona Varar tók við viðurkenningu.

Frumkvöðladagur Vesturlands

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Þriðjudaginn 6. maí n.k. efna Samtök sveitafélaga á Vesturlandi til Frumkvöðladags Vesturlands. Frumkvöðladagurinn hefst kl 12:00 og er haldinn á Landnámssetrinu í Borgarnesi. Allir velkomnir og eru veitingar í boði Samtaka sveitafélaga á Vesturlandi. Dagskrá má nálgast hér.

Íbúakönnun á Vesturlandi

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Skýrsla sem greinir frá íbúakönnun á Vesturlandi var gefin út í vikunni. Vaxtarsamningur Vesturlands var tilefni þessarar könnunar þar sem menntunarstig íbúanna og viðhorf þeirra til búsetuskilyrða á Vesturlandi er kannað sérstaklega. Auk þess voru íbúarnir spurðir um ýmislegt annað forvitnilegt. Þar má nefna almenna ánægju með að búa á Vesturlandi, mikilvægustu samgöngubætur fyrir Vestlendinga og hvort kvótaskerðingin í upphafi yfirstandandi fiskveiðiárs hafi áhrif á hugsanlegan brottflutning þeirra. Upplýsingar um

Fundur um atvinnumál 18, apríl

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Samtök sveitafélaga á Vesturlandi og Snæfellsbær boða til fundar um atvinnumál í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík föstudaginn 18. apríl, 2008 undir yfirskriftini: Er líf án Þorsksins? Fundurinn er öllum opin og aðgangur ókeypis Dagskrá fundarins má nálgast hér

Frumkvöðull Vesturlands 2007

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi óskar eftir tilnefningum til frumkvöðuls Vesturlands 2007. Búið er að opna fyrir tilnefningar og m.a. hægt að senda inn tilnefningu rafrænt á þessari síðu. Nánari upplýsingar er að finna hér til hægri undir Frumkvöðull Vesturlands árið 2007.

Atvinnuráðgjöf Vesturlands

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Auglýsir eftir háskólamenntuðum starfsmanni með viðskiptamenntun í starfsstöð sína í Borgarnesi. Starfið felst í atvinnuráðgjöf og viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og geta tekist á við krefjandi verkefni. Æskilegt er að viðkomandi getið hafið störf fljótlega. Umsóknum stal skilað til Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi Bjarnarbraut 8 310 Borgarnesi fyrir 1. mars nk. Nánari upplýsingar veita Hrefna s. 863-7364 og Ólafur s. 892-3208 Atvinnuráðgjöf Vesturlands er rekinn af Samtökum sveitarfélaga

Mótvægisaðgerðir – Efling atvinnuþróunar og nýsköpunar

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Samkvæmt fjáraukalögum 2007 á að verja 100 milljónum króna til sérstakra átaksverkefna á sviði atvinnuuppbyggingar til skilgreindra nýsköpunar og þróunarverkefna á þeim svæðum sem verða fyrir mestum samdrætti vegna minni þorskaflaheimilda. Einnig er fyrirhugað að í fjárlögum ársins 2009 verði 100 milljónir sem ráðstafað verður á sama hátt. Um getur verið að ræða styrk og/eða hlutafé. Hámarks upphæð er 8 milljónir, þó ekki hærri en 50% af samþykktum kostnaði. Umsækjendur

Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar til eflingar ferðaþjónustu

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita alls 160 milljónum króna til eflingar ferðaþjónustu á þeim svæðum sem verða fyrir aflasamdrætti vegna skerðingar á veiðiheimildum. Auglýst er eftir umsóknum um stuðning við verkefni til atvinnusköpunar í ferðaþjónustu á ofangreindum svæðum. Umsækjendur geta verið sveitarfélög, einstaklingar og fyrirtæki og er hámarksstyrkur til hvers verkefnis 8 milljónir kr. Verkefnin verði unnin á árunum 2008-2009 og verður styrkurinn greiddur í tvennu lagi, helmingur hvort ár.