Nýr Hagvísir – Búferlaflutningar

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Vissir þú að íbúum hefur fjölgað stöðugt á landsbyggðinni eins langt aftur og opinberar tölur ná með fáeinum undantekningum? Vissir þú að skráðum íbúum hefur fjölgað á Borðeyri á undangengnum áratug? Vissir þú að höfuðborgarsvæðið hefur verið að tapa fólki til Suðurlands, Suðurnesja og Vesturlands? Þetta og margt fleira er að finna í nýjum hagvísi sem kom út í lok desember hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi. https://ssv.is/Files/Skra_0032562.pdf


Mannfjöldaþróun og búferlaflutningar eru í brennidepli þessa hagvísis. Reynt verður að svara því hvort það kveði við nýjan tón í þeirri þróun sem einkennst hefur af þrálátum brottflutningi fólks á höfuðborgarsvæðið af öllum öðrum landshlutum. Þá verða Vesturlandi gefnar sérstakar gætur. Þess utan verður spurt hvort stærð byggðalaga hafi áhrif á þróunina vegna þess að margar kenningar benda til að svo sé. Auk þess hefur öll umfjöllun um byggðamál á Íslandi gefið til kynna að fólksfækkun sé og verði einkenni þéttbýla utan höfuðborgarsvæðisins, einkum þeirra smærri. Stuðst var við gögn frá Hagstofu Íslands yfir mannfjölda og búferlaflutninga einstakra byggðakjarna um áratuga skeið. Ekki var hægt að fullyrða að stærð byggðalaga legði þeim lið við fjölgun íbúa. Auk þess eru sterkar vísbendingar fyrir því að þrálátur straumur af landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðið sé í rénun.