Á markað með snjöll nýsköpunarverkefni? Iðnaðarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr verkefninu Átaki til atvinnusköpunar. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands www.nmi.is eða hér.
Sumarlokun
Skrifstofa Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi verður lokuð vegna sumarfría frá og með mánudeginum 23. júlí til og með mánudeginum 6. ágúst.
Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands í Reykholti
Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands verður haldinn í Reykholti í Borgarfirði 17. apríl n.k. Fundurinn er opinn öllum sem vinna við og hafa áhuga á ferðaþjónustu. Sjá dagskrá og nánari upplýsingar í auglýsingu sem er hér.
Atvinnu- og nýsköpunarhelgi á Akranesi.
Helgina 27. til 29. apríl fer fram Atvinnu- og nýsköpunarhelgin á Akranesi í húsnæði Fjölbrautarskólans á Akranesi, en viðburðurinn er haldinn í þeim tilgangi að hjálpa hugmyndum að verða að veruleika. Umsjónaraðili verkefnisins er Innovit nýsköpunar- og frumkvöðlasetur og er viðburðurinn haldinn í samstarfi við Akraneskaupstað. Helsti bakhjarl verkefnisins er Landsbankinn en einnig munu önnur fyrirtæki og einstaklingar á Vesturlandi ljá viðburðinum krafta sína. Sjá www.anh.is
Stofn og rekstrarstyrkir Menningarráðs
Menningarráð Vesturlands auglýsir stofn- og rekstrarstyrkir til menningarmála.( Styrkir sem Alþingi veitti áður) Tilgangur styrkjanna er að stuðla að því að efla starfsemi á sviði lista, safna og menningararfs. Styrkveiting miðast við árið 2012. Umsóknarfrestur rennur út miðvikudaginn 30. mars. 2012 Nánari upplýsingar um úthlutunarreglur ásamt umsóknarformi er að finna á heimasíðu Menningarráðs Vesturlands www.menningarviti.is
Svanni – lánatryggingasjóður kvenna auglýsir eftir umsóknum
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um lánatryggingar í Svanna-lánatryggingasjóð kvenna og er umsóknarfrestur til og með 16. apríl. Sótt er um rafrænt á heimasíðunni www.svanni.is en gert er ráð fyrir því að úthluta lánatryggingum eigi síðar en 16.júní. Sérstök athygli er vakin á því að nú er hægt er að sækja um lánatryggingar allt árið um kring en úthlutað verður tvisvar á ári, að vori og að hausti.
Svanni – lánatryggingasjóður kvenna auglýsir eftir umsóknum
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um lánatryggingar í Svanna-lánatryggingasjóð kvenna og er umsóknarfrestur til og með 16. apríl. Sótt er um rafrænt á heimasíðunni www.svanni.is en gert er ráð fyrir því að úthluta lánatryggingum eigi síðar en 16.júní. Sérstök athygli er vakin á því að nú er hægt er að sækja um lánatryggingar allt árið um kring en úthlutað verður tvisvar á ári, að vori og að hausti.
Átak til atvinnusköpunar
Átak til atvinnusköpunar er styrkáætlun iðnaðarráðuneytisins fyrir nýsköpunarverkefni og markaðsaðgerðir starfandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur umsjón með umsóknarferlinu fyrir hönd iðnaðarráðuneytisins. Opnað verður fyrir umsóknir í Átak til Atvinnusköpunar þann 10. febrúar 2012. Umsóknarfrestur er til 1. mars 2012. Frekari upplýsingar veita Jóhanna Ingvarsdóttir upplýsingafulltrúi ogGuðmundur Óli Hilmisson verkefnisstjóri hjá Impru á Nýsköpunarmiðstöð. Frekari upplýsingar í auglýsingu sem er hér og á heimasíðu Nýsköpunarmiðastöðvar Íslands: http://www.nmi.is/impra/utgafa/
Málþing um eflingu sveitarstjórnarstigsins
Málþing um eflingu sveitarstjórnarstigsins verður haldið í samvinnu nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins, Innanríkisráðuneytisins og Háskólans á Akureyri, Föstudaginn 10. febrúar 2012 í HA klukkan 11:00 til 15:30. Tilkynna skal þátttöku með tölvupósti á netfangið: arny.g.olafsdottir@irr.is. Dagskrá:
Hefur þú hugmynd? – Styrkir til atvinnumála kvenna
Hefur þú góða viðskiptahugmynd? Rekur þú fyrirtæki og vilt þróa nýja vöru eða þjónustu? Vinnumálastofnun/Velferðarráðuneyti auglýsir styrki til atvinnumála kvenna vegna ársins 2012 lausa til umsóknar. Skilyrði er að verkefnið/hugmyndin falli að eftirfarandi skilyrðum. Verkefnið sé í eigu konu/kvenna og stjórnað af konu Verkefnið feli í sér nýnæmi eða nýsköpun Verkefnið feli í sér atvinnusköpun til frambúðar Viðskiptahugmynd sé vel útfærð Veittir eru styrkir til gerðar viðskiptaáætlunar, vegna markaðssetingar og