Mikil vöntun á starfsfólki með iðn- og tæknimenntun á Vesturlandi

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Í skoðanakönnun sem framkvæmd var í nóvember sl. voru fyrirtæki á Vesturlandi spurð hvort þau vantaði starfsfólk með einhverja ákveðna menntun og kom eftirfarandi í ljós;

  • Mikil þörf er fyrir menntað vinnuafl á Vesturlandi en alls nefndu 85 fyrirtæki að þau hefðu þörf fyrir starfsfólk með ákveðna menntun. Búast má við að þetta geti verið þrefalt hærri tala á Vesturlandi þar sem einungis þriðjungur fyrirtækja svaraði könnuninni.
  • Langmest þörf er fyrir starfsfólk með iðn- og tæknimenntun
  • Talsverð þörf er fyrir starfsfólk með kennaramenntun, menntun í ferðaþjónustufræðum, háskólamenntun og heilbrigðismenntun.

Þetta er athyglisvert m.a. í ljósi þess að í Hagvísi um Vinnumarkað Vesturlands frá 2010 kom í ljós að arðsemi menntunar var lægri á Vesturlandi en á höfuðborgarsvæðinu vegna launamismunar. Áhugi hefur verið á að finna ástæður þess og hvort þær geti hugsanlega verið vegna minni eftirspurnar eftir menntuðu vinnuafli á Vesturlandi þ.e. að ekki sé vöntun á menntuðu vinnuafli á svæðinu.

Skýrsluna má finna hér.


Spurningakönnunin var send stjórnendum fyrirtækja, einyrkjum, smábátasjómönnum og bændum á Vesturlandi.

Niðurstöður spurningakönnunarinnar verða birtar í heild sinni í Hagvísi sem mun koma út síðar á þessu ári.

Glefsa er nýtt upplýsingarit sem birtir brot út hagvísum og skýrslum SSV. Í nýjustu útgáfunni er fjallað um hluta af þeim niðurstöðum sem spurningakönnunin í nóvember leiddu ljós.