Ályktun stjórnar SSV um samgöngumál.

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi skorar á ríkisstjórn Íslands, samgönguráðherra og þingmenn Norð vesturkjördæmis að fylgja eftir án tafar tillögum og hugmyndum um tvöföldun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi og tvöföldun Hvalfjarðarganga. Liðlega tvær milljónir ökutækja fara um Kjalarnes og Hvalfjarðargöng árlega og einsýnt að mæta þarf eðlilegum kröfum um umferðaröryggi með nauðsynlegum framkvæmdum. Vísað er til samkomulags Spalar ehf. og Vegagerðarinnar frá 9. janúar 2007 þar sem Vegagerðinni er tryggð fjármögnun

Skýrsla um stöðu ferðaþjónustunnar á Vesturlandi

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Vaxtarsamningur Vesturlands og SSV-Þróun og ráðgjöf hafa gefið út nýjan hagvísi um stöðu ferðaþjónustunnar á Vesturlandi. Hagvísirinn byggir að mestu á talnaefni frá Hagstofu Íslands og Ríkisskattstjóra og má finna HÉR.

Atvinnuleysi framhaldsskólafólks sumarið 2009

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

SSV þróun og ráðgjöf, Símenntunarmiðstöð Vesturlands og Vinnumálastofnun á Vesturlandi létu gera skoðanakönnun til að fá raunhæfa mynd af stöðu framhaldsskólanemenda varðandi sumarvinnu árið 2009. Spurningakönnunin var gerð í samstarfi við skólayfirvöld í hverjum skóla fyrir sig, en 1088 nemendur er skráðir við þá og svöruðu 556 nemendur könnuninni sem er 51% svarhlutfall. Niðurstaða könnunarinnar var miklu jákvæðari en búist var við. Skýrslu um niðurstöður er hægt að sjá hér.

Menningarlandið 2009

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Menntamálaráðuneyti, iðnaðarráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga í samstarfi við menningarráð landsbyggðarinnar boðuðu til ráðstefnu á Hótel Stykkishólmi dagana 11.-12. maí sl. Fjallað var um reynslu og árangur af menningarsamningum og hvert beri að stefna. Ályktun sem samþykkt var á ráðstefnunni ásamt frekari upplýsingum má sjá á vef Menningarráðs Vesturlands www.menningarviti.is .

Kjarnafiskur valinn Frumkvöðull Vesturlands 2008

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Verðlaunin Frumkvöðull Vesturlands voru afhent á Frumkvöðladegi sem haldinn var í Menntaskóla Borgarfjarðar 2. apríl s.l. Að þessu sinni var það Kjarnafiskur á Akranesi, fyrirtæki Barkar Jónssonar og Valgerðar S. Sigurðardóttur sem hlaut verðlaunin. Kjarnafiskur hefur á nýliðnum árum sett upp tæknilega fullkomna harðfiskvinnslu og meðal annars verið í samstarfi við Latabæ, fyrirtæki Magnúsar Scheving. Þetta er fjórða árið sem SSV stendur fyrir valinu. Það bárust 17 tilnefningar um fyrirtæki

Frumkvöðladagur Vesturlands fimmtudaginn 2. apríl.

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Frumkvöðlaverðlaun Vesturlands voru afhent í fyrsta skipti á aðalfundi SSV sem haldinn var í september 2006 og verða þau nú afhent í fjórða sinn á Frumkvöðladegi sem haldinn verður í Menntaskóla Borgarfjarðar. Allir eru velkomnir. Dagskráin er hér.

Frumkvöðull ársins 2008 á Vesturlandi

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi óska eftir tilnefningum um einstaklinga sem eru þess verðir að hljóta sæmdarheitið frumkvöðull ársins 2008 á Vesturlandi og skara fram úr í þróun nýrrar vöru, þjónustu eða viðburða í landshlutanum. Tilnefningar berist til Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnesi, með tölvupósti á netfangið frumkvodull@ssv.is eða fylla út eyðublað sem finna má hér. Tilnefningar þarf að rökstyðja með fáeinum orðum.

Ertu kona með góða viðskiptahugmynd?

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Vinnumálastofnun og Félags- og tryggingamálaráðuneyti hefur auglýst styrki til atvinnumála kvenna lausa til umsóknar. Styrkir þessir hafa verið veittir síðan 1991 og á síðasta ári voru 50 milljónum úthlutað til 56 kvenna um land allt. Styrkhæf verkefni skulu vera í eigu kvenna (amk 50%) og stjórnað af konum og skal verkefnið fela í sér atvinnusköpun til frambúðar. Um nýnæmi skal vera að ræða, annaðhvort nýja vöru/þjónustu eða þróun vöru/þjónustu.

„Íslensk byggðamál á krossgötum“

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Byggðaráðstefna verður haldin í Borgarnesi 20. febrúar nk. í samvinnu Sambands íslenskra sveitarfélaga, iðnaðarráðuneytis, samgönguráðuneytis, fjármálaráðuneytis, Byggðastofnunar og landshlutasamtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Yfirskrift ráðstefnunnar er: „Íslensk byggðamál á krossgötum“ og dagskráin er hér.

Kynning á svæðisáætlun ásamt umhverfisskýrslu

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Nú er til kynningar tillaga að endurskoðaðri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs hjá 34 sveitarfélögum á Suðvesturlandi fyrir tímabilið 2009 – 2020 ásamt umhverfismati áætlunarinnar.