AUGLÝST EFTIR UMSÓKNUM Í UPPBYGGINGARSJÓÐ VESTURLANDS

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Veittir verða styrkir úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands í eftirfarandi verkefni;

1) Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar.

2) Verkefnastyrkir á sviði menningar.

3) Stofn- og rekstrarstyrkir menningarmála.

Styrkir úr Uppbyggingasjóði koma í stað styrkveitinga úr sjóðum menningar- og vaxtarsamninga. Uppbyggingarsjóður Vesturlands er samkeppnissjóður.

Einungis verður ein úthlutun á árinu 2015 fyrir verkefnastyrki á sviði menningar og stofn- og rekstrarstyrkja menningarmála.

Styrkjum til atvinnuþróunar og nýsköpunar verður einnig úthlutað að þessu sinni og aftur síðar á árinu og eru þessir styrkir eru opnir fyrir úthlutun allt árið.

Frestur til að skila umsóknum er til 22. apríl 2015.

Nánari upplýsingar um sjóðinn og umsóknarferlið má finna hér eða með því að smella á „uppbyggingarsjóðs“ flipann vinstra megin á heimasíðunni.