Skýrsla um stöðu ferðaþjónustunnar á Vesturlandi

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Vaxtarsamningur Vesturlands og SSV-Þróun og ráðgjöf hafa gefið út nýjan hagvísi um stöðu ferðaþjónustunnar á Vesturlandi. Hagvísirinn byggir að mestu á talnaefni frá Hagstofu Íslands og Ríkisskattstjóra og má finna HÉR.


Helstu niðurstöður eru þær að síðustu 5-10 ár hefur velta í ferðaþjónustu á Vesturlandi aukist mikið en heildarskuldir greinarinnar hafa hins vegar ekki vaxið síðan árið 2001. Þrátt fyrir þennan vöxt er umfang ferðaþjónustunnar enn tiltölulega takmarkað miðað við atvinnumarkaðinn í heild sinni. Þannig er hlutur hótel- og veitingareksturs einungis 2,6% af heildarlaunagreiðslum á Vesturlandi en ljóst er að margs konar önnur starfsemi fellur undir hugtakið „ferðaþjónusta“ (t.d. menningarstarfsemi, sundlaugarrekstur, samgöngumál og ýmis þjónusta). Í skýrslunni er einnig fjallað um þróun í fjölda gistinótta, samgöngur, markaðsmál og fleira sem viðkemur þróun ferðaþjónustunnar síðustu 10 árin.