Styrkir til atvinnumála kvenna

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Um áramót verður hægt að sækja um styrki til félagsmálaráðuneytisins í sjóð um eflingu atvinnumála kvenna. Hægt er að sækja um styrki til gerðar viðskiptaáætlunar (300.000), til vöruþróunar, markaðssetningar, efniskostnaðar og hönnunar svo eitthvað sé nefnt. Ennfremur geta þær konur sem skila inn fullbúnum viðskiptaáætlunum og eru að hefja rekstur sótt um launastyrk í allt að sex mánuði.

Málþing yfirfærsla málefna fatlaðra til sveitarfélaga 2011

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi standa fyrir málþingi um yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaga 2011. Málþingið verður haldið á Hótel Hamri þann 9. nóvember og hefst kl. 17. Dagskrá þingsins er hér. Við fáum góða gesti til fundarins eins og Þór G. Þórarinsson, skrifstofustjóra í félagsmálaráðuneytinu og þau Grétu Sjöfn Guðmundsdóttur, forstöðumann málefna fatlaðra á Norðurlandi vestra, og Gunnar Sandholt, félagsmálastjóra í Skagafirði, auk foreldri fatlaðs einstaklings sem heitir Guðný Ólafsdóttir.

Skyndihjálp í efnahagsumræðunni.

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Haldið var námskeið sem kallað var skyndihjálp í efnahagsumræðunni í Borgarnesi 13. október og í Ólafsvík 16. október. Markmið námskeiðsins var að útskýra nokkur lykilhugtök efnahagsumræðunnar fyrir almenningi og var það Vífill Karlsson, hagfræðingur og ráðgjafi hjá SSV sem var fyrirlesari. Aðgangur var ókeypis á námskeiðið og var mæting nokkuð góð. Umræður voru bæði líflegar og uppbyggjandi en glærur námskeiðsins getur þú fundið hér.

Kreppan á Vesturlandi

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa gefið út skýrsluna „Kreppan á Vesturlandi: Áhrif 10% samdráttar á atvinnustig á Vesturlandi, brotið upp eftir sveitarfélögum“. Í skýrslunni gerir Vífill Karlsson, hagfræðingur tilraun til að spá fyrir um áhrif 10% samdráttar í landsframleiðslu (VLF) á atvinnustig (ársverk) og atvinnutekjur í einstökum sveitarfélögum á Vesturlandi. Hægt er að nálgast skýrsluna á PDF-formi hér.

Brautargengi í Borgarnesi

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Námskeið fyrir konur um stofnun og rekstur fyrirtækja Impra nýsköpunarmiðstöð gengst nú í þrettánda sinn fyrir svokölluðum Brautargengisnámskeiðum á landsbyggðinni. Haustið 2009 er áætlað að halda námskeiðið á tveimur stöðum á landinu, þ.e. í Borgarnesi og Akureyri. Alls hafa yfir sjö hundrað konur víðs vegar um land lokið Brautargengisnámskeiði frá upphafi.

Ályktun stjórnar SSV um samgöngumál.

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi skorar á ríkisstjórn Íslands, samgönguráðherra og þingmenn Norð vesturkjördæmis að fylgja eftir án tafar tillögum og hugmyndum um tvöföldun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi og tvöföldun Hvalfjarðarganga. Liðlega tvær milljónir ökutækja fara um Kjalarnes og Hvalfjarðargöng árlega og einsýnt að mæta þarf eðlilegum kröfum um umferðaröryggi með nauðsynlegum framkvæmdum. Vísað er til samkomulags Spalar ehf. og Vegagerðarinnar frá 9. janúar 2007 þar sem Vegagerðinni er tryggð fjármögnun

Skýrsla um stöðu ferðaþjónustunnar á Vesturlandi

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Vaxtarsamningur Vesturlands og SSV-Þróun og ráðgjöf hafa gefið út nýjan hagvísi um stöðu ferðaþjónustunnar á Vesturlandi. Hagvísirinn byggir að mestu á talnaefni frá Hagstofu Íslands og Ríkisskattstjóra og má finna HÉR.

Atvinnuleysi framhaldsskólafólks sumarið 2009

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

SSV þróun og ráðgjöf, Símenntunarmiðstöð Vesturlands og Vinnumálastofnun á Vesturlandi létu gera skoðanakönnun til að fá raunhæfa mynd af stöðu framhaldsskólanemenda varðandi sumarvinnu árið 2009. Spurningakönnunin var gerð í samstarfi við skólayfirvöld í hverjum skóla fyrir sig, en 1088 nemendur er skráðir við þá og svöruðu 556 nemendur könnuninni sem er 51% svarhlutfall. Niðurstaða könnunarinnar var miklu jákvæðari en búist var við. Skýrslu um niðurstöður er hægt að sjá hér.

Menningarlandið 2009

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Menntamálaráðuneyti, iðnaðarráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga í samstarfi við menningarráð landsbyggðarinnar boðuðu til ráðstefnu á Hótel Stykkishólmi dagana 11.-12. maí sl. Fjallað var um reynslu og árangur af menningarsamningum og hvert beri að stefna. Ályktun sem samþykkt var á ráðstefnunni ásamt frekari upplýsingum má sjá á vef Menningarráðs Vesturlands www.menningarviti.is .

Kjarnafiskur valinn Frumkvöðull Vesturlands 2008

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Verðlaunin Frumkvöðull Vesturlands voru afhent á Frumkvöðladegi sem haldinn var í Menntaskóla Borgarfjarðar 2. apríl s.l. Að þessu sinni var það Kjarnafiskur á Akranesi, fyrirtæki Barkar Jónssonar og Valgerðar S. Sigurðardóttur sem hlaut verðlaunin. Kjarnafiskur hefur á nýliðnum árum sett upp tæknilega fullkomna harðfiskvinnslu og meðal annars verið í samstarfi við Latabæ, fyrirtæki Magnúsar Scheving. Þetta er fjórða árið sem SSV stendur fyrir valinu. Það bárust 17 tilnefningar um fyrirtæki