Ráðstefna – Sveitarfélög á krossgötum

SSVFréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi blása til ráðstefnu um málefni sveitarfélaga. Áhugasamir geta skráð sig með því að ýta á myndina hér að ofan eða skráningarhlekkinn hér að neðan. Breið – nýsköpunar og þróunarsetur, Bárugata 8-10, Akranesi Kl. 10:00  Sameiningar sveitarfélaga -Hermann Sæmundsson ráðuneytisstjóri innviðaráðuneytinu -Róbert Ragnarsson ráðgjafi KPMG – Sameining sveitarfélaga, stefna og framkvæmd -Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri Húnaþingi vestra …

Sundabraut – kynningarfundur í Tónabergi Akranesi í kvöld 11. október

SSVFréttir

Vegagerðin í samvinnu við Reykjavíkurborg, vinnur að undirbúningi Sundabrautar frá Sæbraut að Kjalarnesi. Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta, dreifa umferð og bæta tengingar við og innan höfuðborgarsvæðisins, stytta akstursleiðir og ferðatíma og minnka þannig útblástur og mengun. Áætlaður framkvæmdatími er 2026-2031. Framkvæmdin verður boðin út sem samvinnuverkefni. Kynningarfundur um framkvæmdina verður haldinn í Tónbergi, tónleikasal Tónlistarskólans …

Vesturland þátttakandi í verkefninu Gott að eldast

SSVFréttir

Sex heilbrigðisstofnanir og 22 sveitarfélög munu taka þátt í þróunarverkefnum sem ganga út á að samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk í heimahúsum. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið auglýstu í sumar eftir slíku samstarfi við sveitarfélög og heilbrigðisstofnanir. Áhugi fyrir þátttöku var mikill og hvorki fleiri né færri en 19 umsóknir bárust. Þróunarverkefnin eru hluti af aðgerðaáætluninni Gott að eldast en með …

Haustþing SSV 2023

SSVFréttir

Góð mæting var á Haustþing SSV 2023 sem fór fram í Reykholti nýverið.  Hátt í 60 manns tóku þátt, um 30 kjörnir fulltrúar og auk þeirra sóttu þingið ýmsir góðir gestir.  Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-orku og loftlagsmál ávarpið þingið og átti gott samtal við þingfulltrúa um það sem efst er á baugi í hans ráðuneyti.  Þá heimsóttu þau Heiða Björk …

Sveitarstjórnarfulltrúar á Vesturlandi funda með þingmönnum NV-kjördæmis

SSVFréttir

Nýverið fundaði sveitarstjórnarfólk á Vesturlandi með þingmönnum NV-kjördæmis. Á fundinum fóru fulltrúar sveitarfélaganna yfir helstu áherslur sínar í ýmsum verkefnum.  Efst á baugi voru samgöngumál, orkumál, fjarskipti, heilbrigðis- og öldrunarþjónusta, málefni fatlaðra, löggæsla og fleiri mikilvæg mál. Það er ljóst að framundan eru ýmis stór verkefni þar sem máli skiptir að unnið verði af einurð að ýmsum mikilvægum hagsmunamálum Vestlendinga.  …

Uppbyggingarsjóður Vesturlands úthlutaði styrkjum til 11 verkefna í dag

SSVFréttir

Í dag úthlutaði Uppbyggingarsjóður Vesturlands tæpum 11 milljónum til 11 atvinnu- og nýsköpunarverkefna.  Úthlutunin fór fram í Menntaskóla Borgarfjarðar og var hluti af dagskrá frumkvöðla- og fyrirtækjamótsins „Nýsköpun í vestri“ sem er samstarfsverkefni Gleipnis, nýsköpunar- og þróunarseturs á Vesturlandi, Nývest, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og er styrkt af Sóknaráætlun Vesturlands. Nýsköpun í vestri byrjaði í morgun kl. 10 og lýkur …

Nýsköpun í vestri – Frumkvöðla- og fyrirtækjamót á Vesturlandi

SSVFréttir

Frumkvöðla- og fyrirtækjamótið Nýsköpun í vestri verður haldið föstudaginn 29. september kl. 10-18 í Hjálmakletti í Borgarnesi. Mótið opið öllum þeim sem hafa áhuga á nýsköpun og frumkvöðlastarfi, umhverfismálum og sjálfbærni. Markmið Nýsköpunar í vestri er efla sköpunarkraft og frumkvöðlastarf á Vesturlandi, tengja fólk saman og stuðla að nýjum verkefnum og verðmætasköpun á svæðinu. Dagskráin er blanda af fræðslu, vinnustofum, …

Viðhorf til fjarvinnu, vörumerkja, náttúruperla og sögustaða á Vesturlandi

SSVFréttir

Út er komin skýrslan „Viðhorf til fjarvinnu, vörumerkja, náttúruperla og sögustaða á Vesturlandi“. Í henni eru tekin saman gögn um viðhorf Íslendinga til fjarvinnu, vörumerkja, náttúruperla og sögustaða á Vesturlandi. Þessum gögnum var safnað til hliðar við Ímyndarkönnun Vesturlands 2023 sem kom út í vor, þar sem ímynd Vesturlands í hugum íbúa annarra landshluta var könnuð. Var þátttakendum jafnframt boðið …

Haustþing SSV verður haldið í Reykholti

SSVFréttir

        Haustþing SSV 2023 verður haldið í Reykholti (hátíðarsal héraðsskólans) 4. október n.k. Dagskrá hefst kl. 09:30 og er áætlað að þingið standi yfir til kl. 18:00. Þema þingsins verða menntamál. Seturétt á haustþingi SSV eiga fulltrúar sveitarfélaganna á Vesturlandi sem kosnir eru fulltrúar á aðalfund SSV. Fulltrúar og gestir hafa fengið sent fundarboð. Dagskrá haustþings 2023 …