Viðhorf til fjarvinnu, vörumerkja, náttúruperla og sögustaða á Vesturlandi

SSVFréttir

Út er komin skýrslan „Viðhorf til fjarvinnu, vörumerkja, náttúruperla og sögustaða á Vesturlandi“. Í henni eru tekin saman gögn um viðhorf Íslendinga til fjarvinnu, vörumerkja, náttúruperla og sögustaða á Vesturlandi. Þessum gögnum var safnað til hliðar við Ímyndarkönnun Vesturlands 2023 sem kom út í vor, þar sem ímynd Vesturlands í hugum íbúa annarra landshluta var könnuð. Var þátttakendum jafnframt boðið að taka þátt í annarri könnun og er skýrsla þessi afrakstur hennar. Þessari skýrslu er ætlað að veita yfirlit yfir stöðu þessara þátta (fjarvinnu, vörumerkja, náttúruperla og sögustaða). Sveitarfélög, ferðaþjónusta og aðrir sem hafa með atvinnuþróun á Vesturlandi að gera geta því notað upplýsingarnar til að greina tækifæri og áskoranir á sínum svæðum.

Skýrslan :   vorumerki_vesturlandi