Sveitarstjórnarfulltrúar á Vesturlandi funda með þingmönnum NV-kjördæmis

SSVFréttir

Nýverið fundaði sveitarstjórnarfólk á Vesturlandi með þingmönnum NV-kjördæmis.

Á fundinum fóru fulltrúar sveitarfélaganna yfir helstu áherslur sínar í ýmsum verkefnum.  Efst á baugi voru samgöngumál, orkumál, fjarskipti, heilbrigðis- og öldrunarþjónusta, málefni fatlaðra, löggæsla og fleiri mikilvæg mál.

Það er ljóst að framundan eru ýmis stór verkefni þar sem máli skiptir að unnið verði af einurð að ýmsum mikilvægum hagsmunamálum Vestlendinga.  Því er mikilvægt að sveitarstjórnarfólk og þingmenn stilli saman strengi og fundir sem þessi nýtast vel til þess.