Haustþing SSV 2023

SSVFréttir

Góð mæting var á Haustþing SSV 2023 sem fór fram í Reykholti nýverið.  Hátt í 60 manns tóku þátt, um 30 kjörnir fulltrúar og auk þeirra sóttu þingið ýmsir góðir gestir.  Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-orku og loftlagsmál ávarpið þingið og átti gott samtal við þingfulltrúa um það sem efst er á baugi í hans ráðuneyti.  Þá heimsóttu þau Heiða Björk Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Arnar Þór Sævarsson nýr framkvæmdastjóri Sambandsins, Hermann Sæmundsson ráðuneytisstjóri innviðaráðuneytisins og Anna Gunnhildur Ólafsdóttir sérfræðingur í ráðuneytinu þingið og fóru yfir stöðuna í byggða- og sveitarstjórnarmálum og öðrum helstu verkefnum sem framundan eru á þeirra vettvangi.

 

Þema þingsins voru menntmál undir yfirskriftinni Skólakerfi á krossgötum.  Hlédís Sveinsdóttir stýrði umræðum þar sem Áslaug Hulda aðstoðarmaður ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar, Ragnheiður Þórarinsdóttir rektor LBHÍ, Signý Óskarsdóttir ráðgjafi og Ingvi Hrannar Ómarsson sérfræðingur í mennta og barnamálaráðuneytinu  svöruð yfirskrift þingsins í skemmtilegu samtali við þingfulltrúa.  Áður en kom að umræðu um skólamálin leiddi Ingabjörg Inga Guðmundsdóttir hópinn um Reykholtsstað og fræddi þingfulltrúa og gesti um skólahald í Reykholti.

Aðalstörf þingsins voru venju samkvæmt að álykta um ýmis hagsmunamál sveitarfélaganna á Vesturlandi og marka Samtökum sveitarfélag á Vesturlandi áherslur og stefnu fyrir komandi starfsár.