Aðalfundur SSV fer fram miðvikudaginn 24. mars

SSV Fréttir

AÐALFUNDARBOÐ Hér með er boðað til aðalfundar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.  Fundurinn fer fram á Hótel Hamri, Borgarnesi miðvikudaginn 24. mars 2021. Sama dag verða einnig aðalfundir Starfsendurhæfingar Vesturlands, Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, Heilbrigðisnefndar Vesturlands og Sorpurðunar Vesturlands. Dagskrá miðvikudaginn 24. mars verður sem hér segir: Kl.09:30        Aðalfundur Starfsendurhæfingar Vesturlands Kl.10:15         Aðalfundur Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands Kl.11:15    …

Nýsköpunarnet Vesturlands

SSV Fréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi settu af stað verkefnið „Nýsköpunarnet Vesturlands“ á dögunum en það  hlaut styrk í desember 2020 úr stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024 til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða (liður c1). Verkefnið Nýsköpunarnet Vesturlands felst í því að tengja saman þá aðila sem vinna að nýsköpun á Vesturlandi og efla þau nýsköpunarsetur og samvinnurými sem eru að stíga sín fyrstu …

Lóa, nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina – frestur framlengdur til 22. mars

SSV Fréttir

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra auglýsir eftir umsóknum um Lóu – nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina.   Hlutverk styrkjanna, sem nú verða veittir í fyrsta sinn, er að styðja við nýsköpun, eflingu atvinnulífs og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni, á forsendum svæðanna sjálfra. Lóa styður við nýsköpunarstefnu og er liður í breytingum á opinberu stuðningsumhverfi nýsköpunar vegna fyrirhugaðar niðurlagningar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Umsóknarfrestur er …

Vinna við endurskoðun Menningarstefnu Vesturlands hafin

SSV Fréttir

Menningarstefna Vesturlands var fyrst samþykkt árið 2016 og var í gildi til 2019 og því er kominn tími á endurskoðun. Sá hátturinn er nú hafður að sveitarfélögin á Vesturlandi tilnefndu einn fulltrúa hvert til að sitja í sérstöku fagráði sem fer yfir ferla og áherslur í nýrri stefnu. Auk þeirra sitja fjórir fagaðilar sem eru starfandi í menningartengdum atvinnugreinum sem …

Vesturland í sókn – Atvinnulífið á breytingaskeiði, hvað hefur gerst í kjölfar Covid-19?

SSV Fréttir

SSV boðar til fundar á Teams miðvikudaginn 17. mars kl. 09:00-10:00. Á fundinum mun Sævar Kristinsson ráðgjafi hjá KPMG fara yfir breytingar í atvinnulífi á Vesturlandi undanfarin tvö ár með hliðsjón af sviðmyndagreiningu um framtíð atvinnulífs á Vesturalandi sem birt var síðla árs 2019. Í skýrslu sem gefin var út undir heitinu Atvinnulíf á Vesturlandi árið 2040 voru birtar fjórar …

Rúmum 1,5 milljarði úthlutað til innviða og náttúruverndar á ferðamannastöðum

SSV Fréttir

Í gær  kynntu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Þórdís Kolbrún R Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra úthlutun ársins úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og Landsáætlun um uppbyggingu innviða. Fjármununum er úthlutað til uppbyggingu innviða, náttúruverndar og annarra verkefna á ferðamannastöðum árið 2021. Samtals er nú úthlutað 764 milljónum króna úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða og 807 milljónum úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða sem gerir kleift að …

Velferðarmálin og menningin eru umræðuefni vikunnar í hlaðvarpi SSV

SSV Fréttir

Þá er þriðji þáttur hlaðvarps SSV- Vesturland í sókn komin í loftið. Hvað er velferðastefna og hvað er að frétta af menningunni á Vesturlandi? Hvað gerir velferðar- og menningarfulltrúi? Í þætti vikunnar ræða Sigursteinn Sigurðsson velferðar- og menningarfulltrúi og Thelma Harðardóttir verkefnastjóri þróunarverkefna um allt sem tengist menningu og velferð á Vesturlandi, mikilvægi þess að styðja við innviðina og hvaða …

Samningur um Áfangastaðastofu Vesturlands undirritaður

SSV Fréttir

Þann 1. mars undirrituðu þær Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir atvinnu- og nýsköpunarráðherra og Lilja B. Ágústsdóttir formaður SSV samstarfssamning um stofnun Áfangastaðastofu Vesturlands.  Markmið samningsins er að efla stoðkerfi ferðaþjónustunnar og stuðla að framþróun ferðamála og uppbyggingu á Vesturlandi til að efla landshlutann sem eftirsónarverðan áfangastað.  Eitt af meginverkefnum áfangastaðastofu er að vinna og gefa út Áfangastaðaáætlun Vesturlands þar sem …

Hlaðvarp SSV – Vesturland í sókn

SSV Fréttir

Nú hefur hafið göngu sína hlaðvarp á vegum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem ber heitið „Vesturland í sókn“. Hlaðvarpið, sem er framtak starfsmanna SSV, mun hafa þann tilgang að fræða fólk um störf SSV og verkefnin sem eru í brennidepli hverju sinni. Þá er stefnt að því að kynnast nánar þeirri atvinnuþróun og menningarstarfsemi sem á sér stað á Vesturlandi …