Samkvæmt fjáraukalögum 2007 á að verja 100 milljónum króna til sérstakra átaksverkefna á sviði atvinnuuppbyggingar til skilgreindra nýsköpunar og þróunarverkefna á þeim svæðum sem verða fyrir mestum samdrætti vegna minni þorskaflaheimilda. Einnig er fyrirhugað að í fjárlögum ársins 2009 verði 100 milljónir sem ráðstafað verður á sama hátt. Um getur verið að ræða styrk og/eða hlutafé. Hámarks upphæð er 8 milljónir, þó ekki hærri en 50% af samþykktum kostnaði. Umsækjendur
Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar til eflingar ferðaþjónustu
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita alls 160 milljónum króna til eflingar ferðaþjónustu á þeim svæðum sem verða fyrir aflasamdrætti vegna skerðingar á veiðiheimildum. Auglýst er eftir umsóknum um stuðning við verkefni til atvinnusköpunar í ferðaþjónustu á ofangreindum svæðum. Umsækjendur geta verið sveitarfélög, einstaklingar og fyrirtæki og er hámarksstyrkur til hvers verkefnis 8 milljónir kr. Verkefnin verði unnin á árunum 2008-2009 og verður styrkurinn greiddur í tvennu lagi, helmingur hvort ár.
Nýr hagvísir
Út er komin nýr hagvísir, sem fjallar að þessu sinni um nýskráningu hlutafélaga og einkahlutafélaga. Hagvísirinn má finna hérna til vinstri. En einnig hérna.
Sorpurðun Vesturlands fær nýjan troðara
Í dag afhenti MEST ehf. Sorpurðun Vesturlands nýjan sorptroðara af Bomag gerð. Um er að ræða sérhannaða vinnuvél til að minnka umfang sorps og nýta land betur til urðunar. Á sorptroðaranum er öflugur gálgi sem nýtist til að moka og ýta sorpi í gryfjur.
Útskrift af Brautargengisnámskeiði
Þann 11.desember s.l. voru útskrifaðar á Hótel Framnesi í Grundarfirði sjö konur af Brautargengisnámskeiði sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur haldið undanfarin ár við vaxandi vinsældir. Auk NMI stóðu að námskeiðinu á Grundarfirði, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi. En þetta er í annað Brautargengisnámskeiði sem haldið er hérna á Vesturlandi árið 2007. Útskriftarhópur – Brautargengi á Grundarfirði Kristín Björg Árnadóttir, atvinnuráðgjafi SSV var umsjónarmaður verkefnsins sem staðið hefur síðastliðnar 15 vikur og lauk
Styrkir til úrbóta í umhverfismálum – Ferðamálastofa
Ferðamálastofa hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til úrbóta í umhverfismálum fyrir árið 2008. Úthlutað verður um 50 milljónum króna og skiptist upphæðin í þrjá meginflokka.
Styrkir til atvinnumála kvenna – áttu góða viðskiptahugmynd?
Vinnumálastofnun vekur athygli á að félagsmálaráðherra auglýsir aukaúthlutun á Styrkjum til atvinnumála kvenna árið 2007. Styrkirnir eru ætlaðir konum sem eru með góða viðskiptahugmynd og stefna á að koma á fót sjálfstæðum atvinnurekstri. Þessi aukaúthlutn hefur það meginmarkmið að styðja við viðskiptahugmyndir sem fjölga atvinnutækifærum á landsbyggðinni. Allar konur eiga þess hins vegar kost að sækja um styrkinn.
Ný ályktun frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi
Ályktun um samgöngumál. Á nýafstöðnum aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi var samþykkt ályktun um samgöngumál þar sem þess er krafist að sem fyrst verði vegsamband á milli Vesturlands og höfuðborgarsvæðisins bætt í samræmi við breytta byggðaþróun og aukið umferðarálag á svæðinu. Í greinargerð með fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2008 kemur fram að áformað er að fresta framkvæmdum við Sundabraut er nemur 1,5 milljarði króna frá því sem áætlað var á næsta
Skrifstofa SSV lokuð
Skrifstofa SSV í Borgarnesi verður lokuð dagana 27-28. september.
Nýr hagvísir – Þróun útsvars árin 2001-2006
Út er kominn nýr hagvísir og fjallar hann um þróun útsvars árin 2001-2006. Höfundur er Vífill Karlsson. Í nýútkomnum hagvísi var álagt útsvar til skoðunar. Því hefur verið haldið fram að sveitarfélög hafi notið hagvaxtarskeiðsins og að álagt útsvar eigi að hafa hækkað um 29% að raungildi á tímabilinu 2001-2006. Þetta getur verið villandi alhæfing samkvæmt útreikningum sem kynntir eru í þessari skýrslu. Á Vesturlandi hefur álagt útsvar þróast með