Vaxtarsamningur Vesturlands undirritaður á aðalfundi SSV

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Á aðalfundi Samtaka Sveitarfélaga á Vesturlandi, sem haldin var í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði föstudaginn 15.september síðastliðinn, var undirritaður Vaxtarsamningur Vesturlands. Á aðalfundi SSV á síðasta ári, kom þáverandi Iðnaðar-og viðskiptaráðherra, Valgerður Sverrisdóttir og tilkynnti formlega að ákveðið væri að skipa verkefnisstjórn að undirbúningi að Vaxtarsamningi Vesturlands. Rúmu ári síðar var svo vaxtarsamningurinn undirritaður á aðalfundi SSV sem haldinn var í Grundarfirði. SSV. En hægt er að nálgast Vaxtarsamning Vesturlands

Kynningarfundur um sjóði í umsýslu Rannís.

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Fulltrúi Rannsóknamiðstöðvar Íslands, Rannís, Eiríkur Smári Sigurðarson kynnir helstu sjóði í umsýslu Rannís og umsókna- og matsferli sjóðanna.

Vinna við Vaxtarsamning

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Nú stendur yfir vinna við Vaxtarsamning Vesturlands. Gert er ráð fyrir að ganga frá samningum við aðila samningsins í lok ágústmánaðar og skrifa undir samninginn á aðalfundi SSV sem haldinn verður í Grundarfirði 15. september nk. Það er von SSV staðið verði myndarlega að þessum samningi hér á Vesturlandi og að fyrirtækin sjái sér hag í því að taka þátt í því starfi sem honum fylgir.

Guðmundur Ingi og Einar koma á Vesturland

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Nýjir bæjar og sveitarstjórar hafa verið ráðnir í Grundarfjörð og í nýtt sameinað sveitarfélag í Hvalfirði. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, frv. sveitarstjóri á Hellu kemur í Grundarfjörð og Einar Thorlacius flytur sig frá Reykhólum, þar sem hann var áður sveitarstjóri, til Hvalfjarðar þar sem hann tekur við stöðu sveitarstjóra. Samtök sveitarfélaga bjóða þá innilega velkomna á Vesturland og óskar þeim velfarnaðar í starfi.

Fækkun sveitarfélaga á Vesturlandi í kjölfar sameiningar

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna í maí sl. eru sveitarfélögin á Vesturlandi nú einungis 10. Sveitarfélögin sunnan Skarðsheiðar heitir nú sveitarfélagið Hvalfjörður. Borgarbyggð þekur allann Borgarfjörð, Borgarfjarðarsveitina, Hvítársíðuhrepp og Kolbeinsstaðahrepp. Og Dalabyggð er sameinað sveitarfélag Dalabyggðar og Saurbæjarhrepps.

Ásthildur komin aftur til starfa

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Ásthildur Sturludóttir sem verið hefur í framhaldsnámi sl. 18 mánuði er nú komin aftur til starfa hjá SSV.

Opinn kynningarfundur

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Ifor Flowcx-Williams, forstjóri, Cluster Navigator og alþjóðlegur ráðfjafi, mun halda fyrirlestur um alþjóðavæðingu, samkeppnishæfni og klasa. Ifor mun fjalla um alþjóðleg verkefni á sviði klasa og hvernig einstaklingar, íslenskt atvinnulíf og opinberir aðilar geta nýtt sér alþjóðlegar nýjungar og áherslur á þessu sviði. Ifor hefur m.a unnið fyrir fjölda landa OECD, Alþjóðabankann o.fl. Fundurinn verður haldinn þann 12 maí á Garðakaffi, Byggðasafninu á Görðum, Akranesi. Fundurinn er frá kl 11.00

Tilnefning frumkvöðuls ársins 2005

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi óskuðu eftir tilnefningum um einstaklinga sem eru þess verðir að hljóta sæmdarheitið frumkvöðull ársins 2005 á Vesturlandi. Mikið af tilnefningum bárust og mun niðurstaða dómnefndarinnar verða kynnt á næstunni

Úthlutun styrkja til menningarstarfs á Vesturlandi

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Laugardaginn 13. maí mun Menningarráð Vesturlands úthluta styrkjum til menningarstarfs á Vesturlandi. Athöfnin fer fram í húsnæði Landnámsseturs í Borgarnesi að viðstöddum boðsgestum. Viðstödd athöfnina verða Menntmálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson. Styrkhöfum verða á næstu dögum sendar nánari upplýsingar um úthlutunina og afhendingu styrkja.

Veðurathugunarstöðin í Fíflholtum er komin í gagnið

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Að FíflholtumVeðurathugunarstöðin í Fíflholtum er nú komin í gagnið og eru upplýsingar farnar að birtast reglulega á heimasíðu veðurstofunnar. Á meðfylgjandi slóð má sjá sjálfvirkar veðurathuganir sl. vikuna. http://www.vedur.is/athuganir/sjalfvirkar/fiflh/