Nýjar skýrslur á vefsíðu SSV

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Á haustmánuðum ársins 2006 fólu Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi, Rannsóknamiðstöð Háskólans á Bifröst, að framkvæma rannsókn þar sem meðal annars var um hvort að höfuðborgarbúar ferðuðust meira um Vesturland með tilkomu Hvalfjarðarganganna eða hvort þeir myndu gera það, ef að veggjaldið í gögnin væri lækkað. Einnig var spurt um hvort fólk ætti eða hefði aðgengi að sumarhúsi á Vesturlandi. Niðurstöður má finna í heild sinni hérna á síðunni undir Ímynd

Frumkvöðull Vesturlands 2006

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Leitin af frumkvöðli Vesturlands árið 2006 er hafin. Búið er að opna fyrir tilnefningar, og m.a. hægt að senda inn tilnefningu rafrænt á þessari síðu. Nánari upplýsingar er að finna hér til hægri undir FRUMKVÖÐULL VESTURLANDS ÁRIÐ 2006.

Kynningarfundir vegna skýrslunnar Ímynd Vesturlands

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og SSV þróun & ráðgjöf kynna niðurstöður skýrslunnar á kynningarfundum sem haldnir verða víða á Vesturlandi dagana 19-21. febrúar. sjá nánari tíma- og staðsetningar hér:

Frumkvöðlaverðlaun Vesturlands árið 2005

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Frumkvöðlaverðlun Vesturlands voru veitt í fyrsta skipti á aðalfundi SSV þann 15.september síðastliðinn, og var það Sparisjóður Mýrarsýslu sem hlaut verðlaunin að þessu sinni. Tilgangurinn með verðlaununum er að örva frumkvöðlastarf á Vesturlandi með því að veita einstaklingi/aðila eða fyrirtæki viðurkenningu fyrir frumkvöðlaframtak á Vesturlandi á sviði atvinnumála.

Vaxtarsamningur Vesturlands undirritaður á aðalfundi SSV

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Á aðalfundi Samtaka Sveitarfélaga á Vesturlandi, sem haldin var í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði föstudaginn 15.september síðastliðinn, var undirritaður Vaxtarsamningur Vesturlands. Á aðalfundi SSV á síðasta ári, kom þáverandi Iðnaðar-og viðskiptaráðherra, Valgerður Sverrisdóttir og tilkynnti formlega að ákveðið væri að skipa verkefnisstjórn að undirbúningi að Vaxtarsamningi Vesturlands. Rúmu ári síðar var svo vaxtarsamningurinn undirritaður á aðalfundi SSV sem haldinn var í Grundarfirði. SSV. En hægt er að nálgast Vaxtarsamning Vesturlands

Kynningarfundur um sjóði í umsýslu Rannís.

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Fulltrúi Rannsóknamiðstöðvar Íslands, Rannís, Eiríkur Smári Sigurðarson kynnir helstu sjóði í umsýslu Rannís og umsókna- og matsferli sjóðanna.

Vinna við Vaxtarsamning

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Nú stendur yfir vinna við Vaxtarsamning Vesturlands. Gert er ráð fyrir að ganga frá samningum við aðila samningsins í lok ágústmánaðar og skrifa undir samninginn á aðalfundi SSV sem haldinn verður í Grundarfirði 15. september nk. Það er von SSV staðið verði myndarlega að þessum samningi hér á Vesturlandi og að fyrirtækin sjái sér hag í því að taka þátt í því starfi sem honum fylgir.

Guðmundur Ingi og Einar koma á Vesturland

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Nýjir bæjar og sveitarstjórar hafa verið ráðnir í Grundarfjörð og í nýtt sameinað sveitarfélag í Hvalfirði. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, frv. sveitarstjóri á Hellu kemur í Grundarfjörð og Einar Thorlacius flytur sig frá Reykhólum, þar sem hann var áður sveitarstjóri, til Hvalfjarðar þar sem hann tekur við stöðu sveitarstjóra. Samtök sveitarfélaga bjóða þá innilega velkomna á Vesturland og óskar þeim velfarnaðar í starfi.

Fækkun sveitarfélaga á Vesturlandi í kjölfar sameiningar

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna í maí sl. eru sveitarfélögin á Vesturlandi nú einungis 10. Sveitarfélögin sunnan Skarðsheiðar heitir nú sveitarfélagið Hvalfjörður. Borgarbyggð þekur allann Borgarfjörð, Borgarfjarðarsveitina, Hvítársíðuhrepp og Kolbeinsstaðahrepp. Og Dalabyggð er sameinað sveitarfélag Dalabyggðar og Saurbæjarhrepps.