Kynningarfundur Atvinnumál kvenna

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Kynningarfundur um styrki til atvinnumála kvenna verður haldinn í Borgarnesi 23.september nk. Auk kynningar á styrkjum verða erindi frá frumkvöðlakonu, frá sérfræðingi á Byggðastofnun auk þess sem Atvinnuráðgjöf Vesturlands mun kynna þjónustu sína við frumkvöðla. Opnuð hefur verið heimasíða þar sem nálgast má umsóknareyðublað ásamt nánari upplýsingum og er slóðin www.atvinnumalkvenna.is Dagskrá fundarins má finna hér

Magn til urðunar minnkar um 18% á milli ára

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Í lok mai á þessu ári höfðu verið urðuð 3.885.780 kg. í Fíflholtum. Á sama tímabili árið 2007 voru urðuð 4.739.100 kg. Það sem af er árinu 2008 hafa því verið urðuð 853.320 kg. minna magn en fyrstu mánuði ársins 2007. Þetta eru athyglisverðar tölur. 18% minna magn á þessu ári ef m.v. er við fyrstu fimm mánuði ársins.

Kynningaferð um Snæfellsnes, 16. júní 2008

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Mánudaginn 16. Júní var farin upplýsinga- og kynningarferð um Snæfellsnes, sem atvinnuráðgjöf SSV skipulagði fyrir þá aðila sem vinna að opinberri upplýsingagjöf til ferðamanna á Snæfellsnesi.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands auglýsir styrki til einstaklinga og fyrirtæki á landsbyggðinni

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Fyrirtæki og einstaklingar geta sótt um neðangreinda styrki: Framtak: sem veitir faglegan og fjárhagslegan stuðning til að þróa hugmynd að þjónustu eða vöru í markaðshæfa afurð. Styrkupphæð allt að kr. 3.000.000 Skrefi framar: veitir stuðning til kaupa á ráðgjöf til nýsköpunar eða umbóta í rekstri. Styrkupphæð allt að kr. 600.000 Frumkvöðlastuðningur: veitir frumkvöðlum og litlum fyrirtækjum á landsbyggðinni styrki til að þróa viðskiptahugmyndir. Styrkupphæð allt að kr. 600.000 Frekari upplýsingar

Sjávarrannsóknarsetrið Vör Frumkvöðull Vesturlands 2007

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Sjávarrannsóknarsetrið Vör var valin Frumkvöðull Vesturlands 2007. En Frumkvöðladagur Vesturlands var haldinn hin 6. Maí 2008. Sjávarrannsóknarsetrið hlaut verðlaunin fyrir öflugt rannsóknar starf á lífríki Breiðarfjarðar. Sjávarrannsóknarsetrið Vör er sjálfseignarstofnun og standa 22 aðilar að baki stofnunarinnar. Stofnunin hefur það að megin markmiði að rannsaka lífríki Breiðafjarðar og auka þekkingu okkar á vistkerfinu og nýtingarmöguleika auðlinda svæðisins. Erla Björk Örnólfsdóttir forstöðukona Varar tók við viðurkenningu.

Frumkvöðladagur Vesturlands

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Þriðjudaginn 6. maí n.k. efna Samtök sveitafélaga á Vesturlandi til Frumkvöðladags Vesturlands. Frumkvöðladagurinn hefst kl 12:00 og er haldinn á Landnámssetrinu í Borgarnesi. Allir velkomnir og eru veitingar í boði Samtaka sveitafélaga á Vesturlandi. Dagskrá má nálgast hér.

Íbúakönnun á Vesturlandi

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Skýrsla sem greinir frá íbúakönnun á Vesturlandi var gefin út í vikunni. Vaxtarsamningur Vesturlands var tilefni þessarar könnunar þar sem menntunarstig íbúanna og viðhorf þeirra til búsetuskilyrða á Vesturlandi er kannað sérstaklega. Auk þess voru íbúarnir spurðir um ýmislegt annað forvitnilegt. Þar má nefna almenna ánægju með að búa á Vesturlandi, mikilvægustu samgöngubætur fyrir Vestlendinga og hvort kvótaskerðingin í upphafi yfirstandandi fiskveiðiárs hafi áhrif á hugsanlegan brottflutning þeirra. Upplýsingar um

Fundur um atvinnumál 18, apríl

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Samtök sveitafélaga á Vesturlandi og Snæfellsbær boða til fundar um atvinnumál í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík föstudaginn 18. apríl, 2008 undir yfirskriftini: Er líf án Þorsksins? Fundurinn er öllum opin og aðgangur ókeypis Dagskrá fundarins má nálgast hér

Frumkvöðull Vesturlands 2007

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi óskar eftir tilnefningum til frumkvöðuls Vesturlands 2007. Búið er að opna fyrir tilnefningar og m.a. hægt að senda inn tilnefningu rafrænt á þessari síðu. Nánari upplýsingar er að finna hér til hægri undir Frumkvöðull Vesturlands árið 2007.

Atvinnuráðgjöf Vesturlands

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Auglýsir eftir háskólamenntuðum starfsmanni með viðskiptamenntun í starfsstöð sína í Borgarnesi. Starfið felst í atvinnuráðgjöf og viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og geta tekist á við krefjandi verkefni. Æskilegt er að viðkomandi getið hafið störf fljótlega. Umsóknum stal skilað til Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi Bjarnarbraut 8 310 Borgarnesi fyrir 1. mars nk. Nánari upplýsingar veita Hrefna s. 863-7364 og Ólafur s. 892-3208 Atvinnuráðgjöf Vesturlands er rekinn af Samtökum sveitarfélaga