Verkefni um sveitarstjórnarkerfi og sveitarstjórnarmál Vestur-Norðurlanda lokið

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Rannsóknarverkefninu West Nordic Municipal Structure. Challenges to service effectiveness, local democracy and adaptation capacityog sem stjórnað hefur verið frá Háskólanum á Akureyri er nú lokið. Verkefnið sem hefur verið styrkt af Arctic Cooperation Programme 2012-2014 var unnið af þeim Grétari Þór Eyþórssyni prófessor við HA og Vífli Karlssyni dósent við HA og ráðgjafa við Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi. Samstarfsmaður þeirra var Erik Gløersen yfirráðgjafi hjá Spatial Foresight Gmbh í Luxemburg og lektor við University of Geneva. Í verkefninu hefur verið tekist á við kortlagningu og samanburð á þróun umbreytinga, stöðu og framtíðarhorfur á sveitarstjórnarstiginu í þessum þremur Vestur norðurlöndum; Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Einnig var gerð umfangmikil netkönnun meðal allra kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa og bæjarstjóra í löndunum. Niðurstöður verkefnisins voru kynntar og ræddar á málþingi sem haldið var í Borgarnesi þann 11. september síðastliðinn. Voru þar saman komnir fulltrúar frá ráðuneytum og sveitarstjórnarsamtökum landanna auk norrænna fræðimanna.

Afrakstur verkefnisins má lesa í tveimur stórum skýrslum sem nálgast má hér (smellið)