Störf á vegum ríkisins á Vesturlandi

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Í dag kom út hagvísir um störf á vegum ríkisins á Vesturlandi hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi sem byggir á talningu sem framkvæmd var síðast 2013. Í niðurstöðum segir eftirfarandi um störf á vegum ríkisins á Vesturlandi:

 • Voru 818,56 veturinn 2015.
 • Voru þá færri á hvern íbúa á Vesturlandi en á höfuðborgarsvæðinu.
 • Fækkaði um 22,69 (2,7%) á Vesturlandi á milli áranna 2013 og 2015 og um 2 ef þetta er reiknað á hverja 1.000 íbúa.
 • Fækkaði mest á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis eða um 46,48 (21%) sem helst verður rakið til þriggja framhaldsskóla og Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri.
 • Fjölgaði mest á vegum Velferðarráðuneytisins eða um 28,72 (7%) sem kemur aðallega til vegna hjúkrunar- og Dvalarheimila sem ríkið og sveitarfélögin reka reyndar saman.
 • Fækkaði mest í Borgarbyggð (14,4), í Stykkishólmsbæ (6,6) og í Grundarfjarðarbæ (5,5).
 • Fjölgaði mest á Akranesi (2,6), í Dalabyggð (1,6) og í Snæfellsbæ (0,5).
 • Fækkaði hlutfallslega mest í Skorradalshreppi (39%), þá Grundarfjarðarbæ (12%) og síðan í Borgarbyggð (8%) þegar stuðst var við stöðugildi á hverja 1.000 íbúa.
 • Fjölgaði bara í Snæfellsbæ (4%) og í Dalabyggð (1%) þegar stuðst var við stöðugildi á hverja 1.000 íbúa.
 • 9% allra ríkisstarfa eru unnin af íbúum utan Vesturlands og flest í Borgarbyggð (53) en hlutfallslega flest í Skorradalshreppi (50%).
 • Slagsíða er á ríkisfjárjöfnuði Vesturlands og virðist hún geta numið allt að 30%. Þá er átt við að á Vesturlandi er 70% ráðstafað af því fjármagni sem rennur í hann þaðan.

Skýrslu yfir rannsóknina má nálgast hér


Rannsóknin var framkvæmd þannig að ríkisstofnanir, hálfopinberar stofnanir og fyrirtæki á Vesturlandi, sem voru fjármögnuð að 2/3 hlutum hið minnsta af ríkissjóði, fengu bréf. Þar voru þau beðin um eftirfarandi upplýsingar:

 1. Fjöldi stöðugilda (ársverk – þ.e. hversu mörg stöðugildi eru m. v. 100% starf. Einn maður í 50% starfi myndi reiknast sem 0,5 stöðugildi).
 2. Staðsetning starfanna (sveitarfélag). Ef störf stofnunarinnar/fyrirtækisins voru unnin á fleiri en einum stað (sveitarfélagi) á Vesturlandi þurfti það að koma fram.
 3. Fjöldi þeirra sem störfuðu við stofnunina (útibúið) á Vesturlandi en bjuggu utan Vesturlands.

Öll fyrirtæki, sem leitað var til, skiluðu upplýsingum.