Þingmenn Norðvesturkjördæmis til fundar við fulltrúa sveitarfélaga á Vesturlandi

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Þingmenn Norðvesturkjördæmis funduðu í gær með fulltrúum sveitarfélaga á Vesturlandi. Á fundinum var farið yfir helstu áherslur sveitarfélaganna varðandi þjónustu ríkisins og þau verkefni sem fjármögnuðu eru af ríkinu. Umræðan snérist um heilbrigðis- og öldrunarmál, málefni framhalds- og háskóla, löggæslu, samgöngubætur, fjarskipti, málefni fatlaðra, almenningssamgöngur, lífeyrisskuldbindingar, ferðaþjónustu, sóknaráætlun, fjármál sveitarfélaga og tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga svo fátt eitt sé nefnt. Alls tóku um 30 sveitarstjórnarmenn af Vesturlandi þátt í fundinum sem stóð yfir í tæpa 5 tíma enda margt að ræða.