Biggest looser á Vesturlandi

VífillFréttir

Í dag komu Gunnar Jóhannsson og Alexander Kostic frá Sjónvarpi Símans til viðtals við Markaðsstofu Vesturlands og SSV til að leita hugmynda af mögulegum tökustöðum, áhugaverðum þrautum og samstarfsaðilum á Vesturlandi fyrir Biggest looser. Næsta sería Biggest looser verður tekinn á Vesturlandi og mun hafa aðsetur í Bifröst. Á þessum fyrsta fundi sátu Vífill Karlsson, Kristján Guðmundsson og Sigursteinn Sigurðsson fyrir …

Atvinnuleysi dróst saman

VífillFréttir

Atvinnuleysi dróst saman á milli áranna 2015 og 2016 í öllum sveitarfélögum á Vesturlandi nema Snæfellsbæ og Eyja- og Miklaholtshreppi. Sjá nánar í nýjum tölum í Tölfræði um Vesturland. (sjá nánar hér)

Viðvera atvinnuráðgjafa SSV í mars 2017.

SSVFréttir

Viðvera atvinnuráðgjafa SSV. á Vesturlandi er sem hér segir í mars : Stykkishólmur 1 mars. 13:00-15:00 Margrét Björk Björnsd. Grundarfjörður 8 mars. 13:00-15:00 Margrét Björk Björnsd. Búðardalur 15 mars. 13:00-15:00 Ólöf Guðmundsdóttir Snæfellsbær 17 mars. 13:00-15:00 Margrét Björk Björnsd. Akranes 21 mars. 10:00-12:00 Ólöf Guðmundsdóttir Hvalfjarðarsveit 21 mars. 13:00-15:00 Ólöf Guðmundsdóttir

Uppbyggingarsjóður Vesturlands – Viðtalstímar starfsmanna

adminFréttir

Starfsmenn SSV bjóða upp á viðtalstíma á neðangreindum stöðum þar sem veittar verða upplýsingar um gerð umsókna í Uppbyggingarsjóð Vesturlands. Við hvetjum umsækjendur og aðra þá sem hafa áhuga eindregið til að nýta sér þessa þjónustu.

Styrkir til atvinnumála kvenna 2017

adminFréttir

Vinnumálastofnun/velferðarráðuneytið auglýsir styrki til atvinnumála kvenna árið 2017 lausa til umsóknar. Heildarfjárhæð styrkja að þessu sinni eru kr. 35.000.000 og er hámarksstyrkur kr. 4.000.000. Ekki eru veittir lægri styrkir en kr. 600.000. Frestur til 20. febrúar. Nánar á www.atvinnumalkvenna.is Skilyrði er að verkefnið/hugmyndin falli að eftirfarandi skilyrðum. Verkefnið sé í meirihluta eigu konu/kvenna (51%) og stjórnað af konu. Verkefnið feli …

Rakel Óskarsdóttir nýr formaður SSV

adminFréttir

Rakel Óskarsdóttir bæjarfulltrúi á Akranes tók við starfi formanns SSV nú um áramótin. Rakel tekur við formennskunni af Kristín Björgu Árnadóttur fv. forseta bæjarstjórnar Snæfellsbæjar, en Kristín lét nýverið af störfum sem bæjarfulltrúi vegna brottflutnings frá Snæfellsbæ. Rakel hefur setið sem bæjarfulltrúi á Akranesi frá árinu 2014 og verið varaformaður stjórnar SSV frá hausti 2014.