Mikil vöntun á starfsfólki með iðn- og tæknimenntun á Vesturlandi

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Í skoðanakönnun sem framkvæmd var í nóvember sl. voru fyrirtæki á Vesturlandi spurð hvort þau vantaði starfsfólk með einhverja ákveðna menntun og kom eftirfarandi í ljós; Mikil þörf er fyrir menntað vinnuafl á Vesturlandi en alls nefndu 85 fyrirtæki að þau hefðu þörf fyrir starfsfólk með ákveðna menntun. Búast má við að þetta geti verið þrefalt hærri tala á Vesturlandi þar sem einungis þriðjungur fyrirtækja svaraði könnuninni. Langmest þörf er

Aðalfundir samstarfsaðila á Vesturlandi 25. mars

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Miðvikudaginn 25. mars vera haldnir aðalfundir samstarfsaðila á Vesturlandi á Hótel Hamri. Dagskráin verður sem hér segir; kl. 10:00 Aðalfundur Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands kl. 11:00 Aðalfundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands kl. 12:00 Hádegisverður kl. 12:45 Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands kl. 14:00 Aðalfundur Vesturlandsstofu kl. 14:30 Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.

Símakerfi komið í lag

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Viðgerð á símakerfi SSV er lokið og hægt er að hringja inn á skrifstofu SSV í gegnum aðalsímanúmerið 433-2310.

Bilun í símakerfi SSV

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Ekki er hægt að hringja inn á skrifstofu í gegnum aðalsímanúmer SSV 433 2310 vegna bilunar í símakerfi. Unnið verður að viðgerð í næstu dögum. Vinsamlegast hringið í bein símanúmer starfsmanna, sem finna má á eftirfarandi vefslóð. http://www.ssv.is/default.asp?sid_id=58990&tre_rod=001|012|&tId=1

Útgáfuáætlun – væntanlegt efni

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Vegna nýrrar útgáfu breytist útgáfuáætlun SSV og er nú orðin sem hér segir: Glefsa – Þörf fyrirtækja á menntuðu vinnuafli (í mars 2015) Glefsa – Rekstrarleg staða fyrirtækja (í apríl 2015) Glefsa – Væntingar fyrirtækja (í maí 2015) Hagvísir – Störf á vegum ríkisins á Vesturlandi (í maí 2015) Hagvísir – Fyrirtækjakönnun: Afkoma og væntingar fyrirtækja (í október 2015)

Glefsa er ný útgáfa hjá SSV

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Með Glefsunni verður greint frá afmörkuðu efni úr Hagvísum eða skýrslum SSV. Í Hagvísum eða skýrslum getur verið mikið efni, flókið og fjölbreytt. Þess vegna var ákveðið að bjóða upp á afmarkaðan hluta úr slíkum ritum í stuttri greinagerð um leið og hún verður til, sem við ákváðum síðan að kalla Glefsu. Í lok vinnslutímans verða síðan allar Glefsur teknar saman ásamt nauðsynlegu stoðefni í Hagvísi eða skýrslu SSV.

Sóknaráætlun Vesturlands 2015-2019

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi standa fyrir kynningarfundum um Sóknaráætlun Vesturlands. Fundirnir fara fram á Akranesi, Búðardal, Grundarfirði og Borgarnesi. Á fundunum verður kynnt ný Sóknaráætlun Vesturlands. Í tengslum við sóknaráætlun þarf að móta framtíðarsýn fyrir Vesturland, skilgreina átaksverkefni og stofna Uppbyggingarsjóð Vesturlands. Sjóðurinn mun úthluta styrkjum til nýsköpunar í atvinnulífi og menningarmála og kemur í stað Vaxtarsamnings Vesturlands og Menningarsamnings Vesturlands. Allir velkomnir.

Fjölmörg tækifæri í auknu samstarfi Háskólans á Bifröst og atvinnulífs á Vesturlandi

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Nýverið funduðu fulltrúar frá Háskólanum á Bifröst og fulltrúar frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) þar sem rætt var um aukið samstarf á milli Bifrastar og SSV sem og aukið samstarf á milli Bifrastar annars vegar og atvinnulífs og sveitarfélaga á Vesturlandi hins vegar. Það er ljóst að ýmis tækifæri eru til staðar og má þar nefna samstarf um rannsóknir, loka- og misserisverkefni nemenda, starfsþjálfun nemenda og endurmenntun starfsfólks svo

Útgáfuáætlun – væntanlegt efni

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Væntanlegt efni hjá SSV þróun og ráðgjöf eru tveir hagvísar. Annar sem greinir frá niðurstöðum fyrirtækjakönnunar sem lögð var fyrir sl. haust og annar sem fjallar um störf á vegum ríkisins. Sá fyrri ætti að verða tilbúinn um miðjan mars og sá seinni um miðjan maí. Fyrirtækjakönnun: Afkoma og væntingar fyrirtækja (í mars 2015) Störf á vegum ríkisins á Vesturlandi (í maí 2015)

Heimsókn frá Slóvakíu

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Nýverið heimsóttu þeir Josef Dvonc forseti Samtaka sveitarfélaga í Slóvakíu og borgarstjóri í Nitra og Roman Staník alþjóðafulltrúi Vesturland. Tilgangur heimsóknarinnar var kynna sér ýmis verkefni sem eru í gangi á Vesturlandi eða hafa ve…rið unnin af Vestlendingum, en þeir höfðu áhuga á mögulegu samstarf um verkefni eins og sameiningu sveitarfélaga, staðardagskrá, umhverfismálum og íbúalýðræði. Þau Sigurborg Hannesdóttir frá Ildi, Stefán Gíslason frá UMÍS, Theodóra Matthíasdóttir umhverfisfulltrúi á Snæfellsnesi og