Hvers vegna ættu ríkisstofnanir að vera utan höfuðborgarsvæðisins?

VífillFréttir

22. febrúar sl. flutti Vífill Karlsson erindi um það hvers vegna ríkisstofnanir ættu að vera utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta var á ráðstefnunni Ríkisstofnun úti á landi – búbót eða basl? sem Landmælingar Íslands efndu til í tilefni af 20. ára flutningsafmælis þeirra upp á Akranes. Þar sagði Vífill að þrátt fyrir áform ráðamanna um annað hafi hið opinbera vaxið mjög hratt á undanförnum árum og áratugum. Og jafnvel þótt að landsbyggðirnar hafi gengið í gegnum nauðsynlega en sársaukafulla endurskipulagningu á grunnatvinnuvegum hennar, sjávarútvegi og landbúnaði, hafi landsbyggðin tekið fullan þátt (og rúmlega það) í að fjármagna vöxt hins opinbera. Þá greindi hann frá ýmsu öðru m.a. fjölgun ríkisstarfa á árunum 2013-2018 brotna upp eftir landshlutum. Í einföldum samanburði kom í ljós að mest hallaði á Vesturland. Upptöku af erindinu má finna ef smellt er á þennan hlekk (byrjar á mínútu 1:11:28 og lýkur 1:35:30).