Jólablað skapandi greina

SSVFréttir

Nemendur í skapandi greinum við Háskólann á Bifröst hafa gefið út veglegt jólablað. Jólaritið inniheldur margt skemmtilegt, þ.á.m. umfjöllun um nýtt listagallerí sem verður opnað á Bifröst bráðlega og viðtöl við kennara og bændur í nágrenni háskólans. Þá eru jólauppskriftirnar á sínum stað ásamt jólaföndri og öðru jólalegu eins og sagan af því þegar Stúfur Grýluson týndist. Af áhugaverðum viðtölum …

Yfirferð umsókna í Uppbyggingarsjóð Vesturlands stendur yfir

SSVFréttir

Frestur til að sækja um styrki í Uppbyggingarsjóð Vesturlands í fyrri úthlutun árið 2022 rann út miðvikudaginn 17. nóvember síðastliðinn. Þátttaka var svipuð og undanfarin ár og bárust alls 127 umsóknir í sjóðinn þar sem óskað var eftir 224,6 milljónum króna. Til úthlutunar eru 60 milljónir króna á árinu 2022 sem skiptist þannig að 29 mkr. er úthlutað í atvinnu- …

Matsjáin 2022 – 82 umsóknir! 

SSVFréttir

Nú á dögunum lauk umsóknarfresti í Matsjána. Um er að ræða verkefni sem er ætlað smáframleiðendum matvæla sem vilja styrkja leiðtogahæfileika sína, öðlast færni til að þróa vörur, þjónustu og tengslanet sitt í greininni ásamt því að auka á þekkingu sína í kynningar- og markaðsmálum. Matsjáin er samstarfsverkefni landshlutasamtakanna og SSFM en allir þátttakendur í verkefninu eru félagsmenn í SSFM …

Fjármál sveitarfélaga: Kostnaður eftir málaflokkum

SSVFréttir

Fyrir fáeinum dögum kom út nýr Hagvísir sem fjallar um kostnað sveitarfélaga og hvernig hann hefur þróast í Covid-19 kreppunni. Áhersla er á sveitarfélög á Vesturlandi en líka er skoðað hvernig þróunin varð hjá sveitarfélögum á landinu öllu. Kostnaðurinn er skoðaður í heild sinni en einnig brotinn upp eftir málaflokkum. Kostnaður sveitarfélaga er einnig greindur eftir málaflokkum í samanburði við …

Matsjáin – umsóknarfrestur rennur út 20. nóvember

SSVFréttir

Umsóknarfresturinn í Matsjánna 2022 mun renna út laugardaginn næstkomandi, 20. nóvember. Við hvetjum alla matarframleiðendur, stóra sem smáa, til þess að nýta þetta frábæra tækifæri til þess að styrkja stöðu sína í vaxandi umhverfi matvælaframleiðenda! Umsóknina má nálgast hér Við mælum með að kíkja á kynningarfundinn um Matsjánna 2022 sem má nálgast hér Allar nánari upplýsingar um verkefnið og aðstoð …

Umsóknarfrestur í Uppbyggingarsjóð Vesturlands er út 17. nóvember

SSVFréttir

OPIÐ ER FYRIR UMSÓKNIR Í UPPBYGGINGARSJÓÐ VESTURLANDS TIL OG MEÐ 17. NÓVEMBER ÚTHLUTUN JANÚAR 2022 Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands.      -Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar      -Verkefnastyrkir til menningarmála …

Farandmarkaður á Vesturlandi helgina 13. – 14. nóvember!

SSVFréttir

Matarmarkaðurinn kemur heim í hérað! Matarhátíð á Hvanneyri sem halda átti næstkomandi laugardag hefur verið frestað vegna aðstæðna í samfélaginu. Hátíðin verður haldin síðar og verða þá viðurkenningar fyrir Askinn veittar. Í samstarfi við matarframleiðendur á Vesturlandi hefur verið ákveðið að keyra af stað matarlest um Vesturland og færa þannig matarmarkaðinn heim í hérað til íbúa! Bíllinn verður hlaðinn varningi …

Ferðakaupstefnan Mannamót Markaðsstofa landshlutanna

SSVFréttir

Ferðakaupstefnan Mannamót Markaðsstofa landshlutanna snýr aftur í janúar. Viðburðurinn hefur skipað sér sess sem einn sá allra mikilvægasti í íslenskri ferðaþjónustu. Þar gefst samstarfsfyrirtækjum markaðsstofanna í öllum landshlutum tækifæri til að kynna sig fyrir fólki í ferðaþjónustu sem starfar á höfuðborgarsvæðinu og jafnvel koma á nýjum viðskiptasamböndum. Árið 2021 var Mannamóti frestað vegna heimsfaraldurs Covid-19, eins og svo mörgum öðrum …

Starf án staðsetningar: Starf lögfræðings laust til umsóknar

SSVFréttir

Samband íslenskra sveitarfélaga hyggst ráða tímabundið lögfræðing á lögfræði- og velferðarsviði. Lögfræðingar sambandsins koma fram fyrir þess hönd við undirbúning lagafrumvarpa og stjórnvaldsfyrirmæla sem varða sveitarfélögin og vinna að upplýsingagjöf, ráðgjöf og fræðslu til sveitarfélaga. Lögfræðingurinn mun starfa ásamt öðrum lögfræðingum og sérfræðingum sviðsins að margþættum og síbreytilegum verkefnum, sem geta meðal annars varðað málefni félagsþjónustu, húsnæðismál og skipulags- og …