Aðdráttarafl sveitarfélaga

SSVFréttir

“Út er komin skýrslan „Aðdráttarafl sveitarfélaga: Verkfærakista“ en í henni eru tekin saman atriði úr ítarlegri skýrslu Nordregio frá árinu 2020 ásamt nýlegum íslenskum rannsóknum. Skýrslunni er ætlað að vera eins konar verkfærakista sem sveitarfélög sem vilja auka aðdráttarafl sitt geta leitað í. Skýrsluna unnu Bjarki Þór Grönfeldt og Vífill Karlsson og var verkefnið fjármagnað af Sóknaráætlun Vesturlands. Verkefnið var samstarfsverkefni Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og Rannsóknaseturs í byggða- og sveitarstjórnarmálum við Háskólann á Bifröst.”

Aðdráttarafl sveitarfélaga skýrsla