Nú er komið að lokum í fundaröðinni um endurskoðun Menningarstefnu Vesturlands. Umræðuefni kvöldsins er fimmti og síðasti hlutinn, samvinna. Pallborðið verður í beinu streymi í kvöld á milli 20:00 og 21:00. Fjórir öflugir einstaklingar sem starfa að menningarmálum á Vesturlandi ræða um samvinnu. Margrét Björk Björnsdóttir (Forstöðumaður Áfangastaðastofu Vesturlands) Rögnvaldur Guðmundsson (Formaður Ólafsdalsfélagsins og framkvæmdastjóri fyrirtækisins Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar …
Græn atvinnuþróun og nýsköpun um land allt – Fundað með ráðherrum
Formenn og framkvæmdastjórar allra landshlutasamtakanna funduðu nýverið með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðmála-, nýsköpunar og iðnaðarráherra. Fundurinn bar yfirskriftina Græn atvinnuþróun og nýsköpun um allt land. Á fundinum kynntu landshlutasamtökin víðtæka starfsemi sína og einnig var rætt um tækifæri til aukins samstarfs milli þeirra og ráðuneytanna. Sérstaklega …
Vesturland – samráðsfundur um grænbók í fjarskiptum
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi bjóða til rafræns samráðsfundar um stöðu fjarskipta miðvikudaginn 14. apríl kl. 10:00 – 11:30. Á fundinum verður fjallað um fjarskipti á svæðinu, helstu áskoranir og tækifæri til framfara. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá með erindum og umræðum í minni hópum. Fundurinn er hluti af fundaröð um allt land í tilefni af …
MENNINGARARFUR – Pallborðsumræður í beinu streymi í kvöld
Þá er komið að fjórða og næstsíðasta fundinum í þessari skemmtilegu fundaröð. Umræðuefni kvöldsins er fjórði hluti menningarstefnunnar, menningararfur. Pallborðið verður í beinu streymi í kvöld á milli 20:00 og 21:00. Fjórir flottir einstaklingar af sviði menningarmála á Vesturlandi ræða um MENNINGARARF Guðrún Jónsdóttir (Safnahús Borgarfjarðar) Guðrún Vala Elísdóttir (Símenntunarmiðstöð Vesturlands – RKÍ) Magnús A. Sigurðsson (Minjavörður Vesturlands) Bjarnheiður Jóhannesdóttir …
Opnað fyrir umsóknir fyrir Eyrarrósina 2021
Eyrarrósin hefur verið veitt sem viðurkenning framúrskarandi menningarverkefnum á landsbyggðinni allt frá árinu 2005. Nokkur verkefni af Vesturlandi hafa komist á Eyrarrósarlistann og þar má nefna Landnámssetur Íslands í Borgarnesi, Frystiklefann á Rifi, Northern Wave Film Festival, Plan-B Art Festival, Júlíana – hátíð sögu og bóka og Reykholtshátíðin. Landnámssetrið og Frystiklefinn hafa svo hlotið viðurkenninguna eftirsóttu. Eyrrarósin er með breyttu …
Aðalfundur SSV – fundargerð, ársskýrsla og ársreikningur
Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fór fram á Hótel Hamri í Borgarnesi þann 24. mars síðast liðinn. Á sama degi héldu samstarfsaðilar sem að öllu leyti eða hluta til eru í eigu sveitarfélaga sína aðalfundi en það eru Sorpurðun Vesturlands, Simenntunarmiðstöð Vesturlands, Starfsendurhæfing Vesturlands og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands. Alls voru um 50 aðilar sem mættu á fundina og sköpuðust góðar umræður. …
NÝSKÖPUN – Pallborðsumræður í beinu streymi í kvöld
Útlit er fyrir líflegan og spennandi fund í kvöld. Nú er komið að umræðum um þriðja hluta menningarstefnunnar, menningartengda nýsköpun. Pallborðið verður í beinu streymi í kvöld á milli 20:00 og 21:00. Fjórir flottir og reynslumiklir einstaklingar á Vesturlandi ræða um um nýsköpun: Guðlaug Gunnarsdóttir (Kúlan) Heiðar Mar Björnsson (Muninn kvikmyndagerð) Kolbrún Sigurðardóttir (Leirbakaríið) Þorgrímur Einar Guðbjartsson (Rjómabúið Erpsstöðum) Sigursteinn …
Nýr hlaðvarpsþáttur komin í loftið – Þróunarfélag Grundartanga: Óli Adolfs segir frá
Nýr þáttur af Hlaðvarpi SSV – Vesturland í sókn fór í loftið í dag og í þetta skiptið settist Vífill Karlsson, hagfræðingur og atvinnuráðgjafi hjá SSV, niður með Ólafi Adolfssyni apótekara og stjórnarformanni Þróunarfélags Grundartanga. Þeir félagar eiga það sameiginlegt að vera Ólsarar og ræddu þeir helstu verkefni á könnu Þróunarfélagsins, endurnýtanlega orkugjafa, rekstur apóteka og lífið í Ólafsvík. Mikill …
LISTIR – Pallborðsumræður í beinu streymi í kvöld
Og áfram höldum við! Í kvöld er komið að umræðum um annan hluta menningarstefnu Vesturlands. Pallborðið verður í beinu streymi í kvöld á milli 20:00 og 21:00. Fjórir flottir Vestlendingar með farsælan feril á sviði listgreina ræða um listir: -Ingibjörg Halldórsdóttir, kvikmyndagerðarmaður og einn stofnandi IceDocs heimildamyndahátíðarinnar á Akranesi -Reynir Hauksson, flamenco tónlistarmaður -Þóra Sigurðardóttir, keramiklistamaður og staðarhaldari að Nýp á …
Menningaruppeldi – Pallborðsumræður í beinu streymi í kvöld
Kæru Vestlendingar, Það er komið að því! Fyrsta pallborðið verður í beinu streymi í kvöld á milli 20:00 og 21:00. Fjórar öflugar konur af sviði kennslu og ráðgjafar á Vesturlandi ræða um menningaruppeldi: Jónína Erna Arnardóttir (skólastjóri Tónlistarskóla Akraness) Anna Sigríður Guðbrandsdóttir (myndmenntakennari) Signý Óskarsdóttir (stofnandi og ráðgjafi hjá Creatrix) Eygló Bára Jónsdóttir (kennari og fulltrúi í menningarnefnd Grundarfjarðarbæjar) Sigursteinn …