Hvað má og hvað má ekki – nýr leiðarvísir fyrir gesti sem koma með skemmtiferðaskipum í höfn á Akranesi

SSVFréttir

Staðbundnir leiðarvísar veita gestum skemmtiferðaskipa hjálpleg tilmæli áður en komið er í höfn á hverjum stað. Þeir innihalda ábendingar um hvert sé best að fara og ráð um hvernig eigi að vera tillitsamur gestur. Meðal annars hvetur leiðarvísirinn gesti til að njóta bæjarins og landslagsins, en láta gróður, dýr og menningararf ósnortna. Leiðarvísirinn bendir einnig á markverða staði og gönguleiðir.