Aukaaðalfundur SSV

SSVFréttir

Aukaaðalfundar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fer fram á Hótel Hamri, Borgarnesi miðvikudaginn 22. júní 2022.  Sama dag verður einnig aukaaðalfundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands. 

Dagskrá miðvikudaginn 22 júní verður sem hér segir: 

Kl. 13:00 Aukaaðalfundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands 

Kl. 14:00 Aukaaðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi

 

Eftirtaldir dagskrárliðir verða teknir fyrir á aukaaðalfundi SSV:

  • Kosning stjórnar 
  • Önnur mál löglega fram borin
  • Kynning á starfsemi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi 

Seturétt á aukaaðalfundi SSV eiga sveitarstjórnarfulltrúar á Vesturlandi sem kosnir eru af sveitarfélögunum sem fulltrúar á aðalfund SSV. Nánar er kveðið á um kjör fulltrúa á aðalfund í 5. gr. laga SSV.  Vakin er athygli á því að á aðalfundi SSV sem fór fram 16. mars s.l. voru afgreidd öll önnur verkefni aðalfundar en kosning í stjórn.  

Fulltrúar á aðalfundi SSV hafa jafnframt seturétt á aukaaðalfundi Heilbrigðisnefndar Vesturlands sem fer fram þennan dag.  Rétt er að geta þess að sveitarfélögin þurfa að skila inn umboði um hver fer með atkvæðisrétt fyrir þeirra hönd á fundi Heilbrigðisnefndar Vesturlands.