Glefsa: Fjöldi íbúða á fasteignamarkaði Vesturlands

SSVFréttir

Ný Glefsa var gefin út í dag á vef SSV. Að þessu sinni er fjallað um fjölda íbúða á fasteignamarkaði Vesturlands. Í ljós kom að íbúðum hefur fjölgað hlutfallslega mest í Hvalfjarðarsveit og Akraneskaupstað árin 2005-2022 en minnst í Snæfellsbæ og Dalabyggð. Vísbendingar komu fram um að mestur skortur sé í dag á íbúðum í Snæfellsbæ og Hvalfjarðarsveit og minnstur í Skorradalshreppi ásamt Eyja- og Miklaholtshreppi. Stuðst var við tölur Þjóðskrár árin 2005-2022.