Guðveig Lind Eyglóardóttir er nýr formaður SSV

SSVFréttir

Aukaaðalfundur SSV, sem kallaður var saman til að kjósa nýja stjórn í kjölfar sveitarstjórnarkosninga fór fram í gær, miðvikudaginn 22. júní.

Á fundinum var Guðveig Lind Eyglóardóttir forseti sveitarstjórnar í Borgarbyggð kosin nýr formaður og mun hún taka við formennskunni af Lilju Björg Ágústsdóttir.  Átta nýir fulltrúar komu inn í stjórnina sem telur ellefu fulltrúa. Nýir fulltrúar eru Líf Lárusdóttir og Ragnar Sæmundsson fyrir Akraneskaupstað, Guðveig Lind Eyglóardóttir og Sigurður Guðmundsson fyrir Borgarbyggð, Guðný Elíasdóttir fyrir Skorradalshrepp, Elín Ósk Gunnarsdóttir fyrir Hvalfjarðarsveit, Sigurbjörg Ottesen fyrir Eyja- og Miklaholtshrepp og Júníana Björg Óttarsdóttir fyrir Snæfellsbæ.  Þeir Eyjólfur Ingvi Bjarnason Dalabyggð, Jakob Björgvin Jakobsson Stykkishólmi og Jósef Kjartansson Grundarfirði sitja áfram í stjórn.

Fráfarandi stjórnarmönnum eru þökkuð vel unnin störf og  nýir fulltrúar boðnir velkomnir til starfa.