IceDocs 2022 sett

SSVFréttir

Heimildahátíðin IceDocs var sett við hátíðlega athöfn í Skemmunni við Akranesvita. Forsetafrú Íslands, Frú Eliza Reid flutti opnunarávarp og í kjölfarið var sýnd opnunarmyndin Distopia Utopia eftir skjálistamanninn Die! Goldstein.

Forsetafrú minntist á mikilvægi þess að glökkt sé gests augað, og fagnaði þannig þeirri flóru erlendra heimildarmynda sem myndu segja sögur á hátíðinni að þessu sinni, en sagnalist væri samofinn íslenskri menningu. Þannig myndum við öll víkka út sjóndeildarhringinn.

Þetta er í fjórða skipti sem hátíðin fer fram og hefur vaxið og dafnað ár frá ári þrátt fyrir heimsfaraldur. Í ár verður boðið uppá vandaðar heimildamyndir erlendar sem innlendar og er frítt inná alla viðburði á dagskránni. Þó er mælt með að bókað verði fyrirfram á sýningarnar. Hátíðinni lýkur svo sunnudaginn 26. júní með verðlaunaafhendingu.

Dagskrá og nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu hátíðarinnar, icedocs.is.

IceDocs 2022 er styrkt af Sóknaráætlun Vesturlands og óskar SSV skipuleggjendum til hamingju með metnaðarfulla menningarhátíð.