Sumardaginn fyrsta var mikið um dýrðir að Leirá, þeim mikla sögustað í Hvalfjarðarsveit, en þá var afhjúpað söguskilti. Er skiltið eitt af fjórum söguskiltum sem menningarnefnd Hvalfjarðarsveitar er að standa fyrir að koma fyrir á völdum stöðum víðsvegar um sveitarfélagið, en áður hafði söguskilti verið afhjúpað við Saurbæjarkirkju og við Miðgarð. Það var forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir sem afhjúpaði skiltið, en …
Nýtt merki Hinsegin Vesturlands tilkynnt
Hagsmunasamtökin Hinsegin Vesturlands voru stofnuð formlega í febrúar 2021 og hefur nú lokið fyrsta starfsári sínu með aðalfundi sem var haldinn síðasta vetrardag síðastliðinn. Eitt af verkefnum ársins var að efna til hönnunarsamkeppni um merki Hinsegin Vesturlands. Keppninni bárust 103 tillögur allsstaðar af af landinu. Dómnefnd, skipuð m.a. Sigursteini Sigurðssyni menningar- og velferðarfulltrúa SSV valdi merki Sævars Steins Guðmundssonar grafísks …
Samgöngu- og innviðaáætlun Vesturlands komin út
Samgöngu- og innviðaáætlun Vesturlands var samþykkt á Haustþingi SSV í lok síðasta árs en er hér komin út í vefútgáfu. Starfshópur á vegum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi vann samgönguáætlun fyrir Vesturland árið 2016, sem samþykkt var af öllum sveitarfélögunum 10 í byrjun árs 2017. Í henni kom fram sameiginleg framtíðarsýn um uppbyggingu og forgangsröðun verkefna í samgöngu- og fjarskiptamálum á …
LÓA – Nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina
Háskóla-, vísinda- og iðnaðarráðuneytið hefur umsjón með umsóknarferlinu. Umsóknarformið er rafrænt og í nokkrum skrefum. Helsta breytingin í ár er sú að nú er gert ráð fyrir 30% mótframlagi frá umsækjanda. Áður en umsókn er skrifuð er mjög mikilgæt að kynna sér efni handbókar sem finna má á upplýsingasíðu Lóu nýsköpunarstyrkja og gjarnan má benda væntanlegum umsækjendum á hana. Frekari …
Vel heppnuð uppskeruhátíð Matsjárinnar
Á dögunum var haldin glæsileg uppskeruhátíð og matarmarkaður Matsjárinnar á Hótel Laugarbakka á Norðurlandi vestra. Um var að ræða lokaviðburð 14 vikna “masterclass” námskeiðs sem fór af stað í byrjun janúar 2022. Á þessu 14 vikna tímabili voru haldnir sjö fræðslufundir og sjö svokallaðir heimafundir sem fram fóru á netinu. Lagt var upp með að veita fræðslu til smáframleiðenda matvæla …
Nýsköpunarnet Vesturlands stofnað
Stofnfundur Nýsköpunarnets Vesturlands (NýVest) fór fram í Breið nýsköpunar- og þróunarsetri að Bárugötu 8-10 á Akranesi síðdegis í gær. Páll S. Brynjarsson framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) setti fundinn og síðan tók Gísli Gíslason formaður undirbúningsnefndar NýVest og fundarstjóri við boltanum og kynnti félagið. Eftir að hefðbundinni stofnfundardagskrá lauk þá ávarpaði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fundinn …
Uppbyggingarsjóður Vesturlands hefur opnað fyrir umsóknir
OPNAÐ HEFUR VERIÐ FYRIR UMSÓKNIR Í UPPBYGGINGARSJÓÐ VESTURLANDS ÚTHLUTUN Júní 2022 Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands. -Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar Allar upplýsingar um sjóðinn má …
Uppbyggingarsjóður auglýsir eftir umsóknum – umsóknarfrestur er 10. maí
*EF UMSÆKJANDI ER FÉLAG VERÐUR AÐ SÆKJA UM Á ÍSLYKLI FÉLAGSINS *EINFALT ER AÐ FÁ ÍSLYKIL FYRIR FÉLÖG *EF UMSÆKJANDI ER EINSTAKLINGUR ERU NOTUÐ RAFRÆN SKILRÍKI – EKKI NOTA ÞAU FYRIR FÉLÖG Auglýsing á pdf formi RAFRÆN UMSÓKNARGÁTT AÐSTOÐ VIÐ UMSÓKNIR VERKLAGS- OG ÚTHLUTUNARREGLUR
Nýsköpunar- og frumkvöðlasetur opnar í Dalabyggð
Miðvikudaginn 30. mars sl. var opnun Nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs í Dalabyggð. Setrið er samstarfsverkefni Dalabyggðar við nokkur leiðandi fyrirtæki, stofnanir og samtök. Þar má nefna Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV), Verkfræðistofuna EFLU, Kaupfélag Borgfirðinga, Bændasamtök Íslands, Arion banka, Landbúnaðarháskóla Íslands, Háskólann á Bifröst, Símenntun og KPMG. Í setrinu er að finna samvinnurými þar sem hægt er að leigja borð, allt …
Stofnfundur NÝVEST
Stofnfundur Nýsköpunarnets Vesturlands fer fram í Breið nýsköpunar og þróunarsetri að Bárugötu 8-10 á Akranesi miðvikudaginn 6. apríl og hefst fundurinn kl.15:00. Auk hefðbundinnar dagskrár stofnfundar mun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla, iðnaðar og nýsköpunarráðherra ávarpa fundinn og þeir Bergur Benediktsson og Árni Þór Árnason munu kynna starfsemi Breiðar líftæknismiðju og starfsemi Fab-Lab á Vesturlandi. Að lokum kynnir Rut Ragnarsdóttir nýja …