Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi óska eftir að ráða til starfa atvinnuráðgjafa í fullt starf með staðsetningu á Snæfellsnesi en starfssvæðið er Vesturland. Umsækjendur þurfa að hafa háskólamenntun, helst af rekstrar- og/eða á ferðaþjónustusviði. Auglýst er eftir fjölhæfum, traustum einstaklingi sem á gott með að vinna sjálfstætt og setja sig inn í mismunandi aðstæður. SSV – þróun og ráðgjöf starfa samkvæmt samningi við Byggðastofnun um verkefni á sviði atvinnu- og byggðaþróunar
Laust starf á skrifstofu SSV.
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi óska eftir að ráða til starfa öflugan skrifstofumann á skrifstofu sína að Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi. SSV óska eftir að ráða öflugan skrifstofumann til starfa á skrifstofu sinni að Bjarnarbraut 8, í Borgarnesi. Auglýst er eftir fjölhæfum og traustum einstaklingi með frumkvæði og rekstrarmenntun.
Ályktun stjórnar SSV um Landbúnaðarstofnun.
Á stjórnarfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, sem haldinn var 12. apríl sl. samþykkti stjórn eftir farandi ályktun. ,,Stjórn SSV fagnar frumvarpi landbúnaðarráðherra um Landbúnaðarstofnun, þar sem stefnt er að faglegri stjónrsýslustofnun í landbúnaði. Stjórnin minnir á að á Hvanneyri í Borgarfirði slær hjarta íslensks landbúnaðar og telur augljóst að hin nýja landbúnaðarstofnun verði staðsett þar í sambýli við Landbúnaðarháskóla Íslands og margar aðrar fagstofnanir landbúnaðarins. Það yrði því mikill akkur
Stjórn SSV ályktar um lækkun gjald í Hvalfjarðargöng.
Lækkun Hvalfjarðargangagjalds. Stjórn SSV fagnar lækkun gjalds í Hvalfjarðargöng og telur að hér sé um mikilvægt hagsmunamál að ræða fyrir íbúa svæðisins. Stjórn SSV telur jákvæð áhrif Hvalfjarðarganga ótvíræð eins og nýleg skýrsla um áhrif Hvalfjarðarganga sýnir. Bent skal þó á að nauðsynlegt er, ferðaþjónustunnar vegna, að gjald fyrir stakar ferðir lækki einnig.
Stjórn SSV bókar um ummæli á Alþingi.
Á stjórnarfundi SSV sem haldinn var 13. apríl sl. var tekin fyrir umræða um samgönguáltun og þá umræðu sem fram hefur farið á Alþingi um vegi í dreifbýli. Niðurstaða stjórnar var að samþykkja bókun sem hljóðar svo:
Styrkir til atvinnumála kvenna
Frá árinu 1991 hefur félagsmálaráðuneytið veitt styrki til atvinnumála kvenna. Nú hefur verið auglýst og er umsóknarfrestur til 28. mars 2005. Tilgangur styrkveitinga er einkum. Vinnumarkaðsaðgerðir til að draga úr atvinnuleysi meðal kvenna. Efla atvinnulíf í dreifbýli og auka fjölbreytni í atvinnulífi. Auðvelda aðgang kvenna að fjármagni.
Kynningarfundur um sameiginlega vinnu um meðferð úrgangs á Suðvesturhorninu.
Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands hf. verður haldinn í Mótel Venus í Hafnarskógi föstudaginn 25. febrúar kl. 14. Kl. 15, eða í beinu framhaldi aðalfundar mun Páll Guðjónsson, ráðgjafi, kynna vinnu við sameiginlega svæðisáætlun um meðferð úrgangs á Suðvesturhorninu. Farið verður yfir það um hvað verkefnið snýst, mikilvægi upplýsingaöflunar og miðlægrar skráningar og ýmis praktísk atriði sem upp munu koma í umræddri vinnu.
Ungir frumkvöðlar á Vesturlandi.
Ungir frumkvöðlar á Vesturlandi. 28.-30. janúar nk. verður námskeiðið Ungir frumkvöðlar haldið í Laugargerði, Snæfellsnesi. Námskeiðið verður það fyrst af sjö sem verða haldin víðs vegar um landið. Þátttakendur dvelja í Laugargerðisskóla og er gisting og fæði þeim að kostnaðarlausu. Leiðbeinandi á námskeiðinu er G. Ágúst Pétursson, stjórnarformaður Frumkvöðlafræðslunnar ses. og verkefnisstjóri í Nýsköpun 2005, samkeppni um viðskiptaáætlanir.
Áhrif Hvalfjarðarganga á Vesturland
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi kynntu niðurstöðu rannsóknar um áhrif Hvalfjarðarganga á Vesturland þriðjudaginn 19. október sl. Áhrifin snerta flesta búsetuþætti Vestlendinga og hafa rennt stoðum undir jákvæða mannfjöldaþróun er megin niðurstaðna rannsóknarinnar. Göngin hafa komið landshlutanum í sömu stöðu og Suðurland var fyrir opnun ganganna. Skýrsluna má nálgast í heild hér á heimasíðunni.
Stjórnarfundur SSV ályktar
Stjórnarfundur SSV sem haldinn var 18. júní sl. samþykkti eftirfarandi ályktun:“Af gefnu tilefni samþykkir stjórn SSV eftirfarandi. Stjórn SSV lítur þannig á að kostnaður vegna væntanlegrar þjóðaratkvæðagreiðslu falli alfarið á ríkissjóð. Benda má á í þessu sambandi ályktun fulltrúaráðsfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá því í apríl 2004 sem telur óásættanlegt að fjármagn fylgi ekki stjórnvaldsákvörðunum sem leiða til kostnaðarauka fyrir sveitarfélög.”