Ráðstefna 8. júní 2011 – Landsbyggð tækifæranna

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Miðvikudaginn 8. júní kl. 13:00 – 17:00 verður haldin ráðstefnan Landsbyggð tækifæranna – Þekkingar- og fræðastarf á landsbyggðinni á Grand Hótel, Sigtúni 38, Reykjavík (Háteigur A, 4 hæð).

Tilefni ráðstefnunnar er skýrslan um Þekkingarsetur á Íslandi og nú er ætlunin að móta áframhald þess verkefnis m.a. í tengslum við áherslur Vísinda- og tækniráðs og sóknaráætlanir landshluta (Ísland 2020). Sjá auglýsingu og dagskrá hér.


Á ráðstefnunni verður fjallað um mikilvægi og tækifæri þekkingar- og fræðastarfs á landsbyggðinni og tengsl þess við rannsókna- og háskólasamfélagið á höfuðborgarsvæðinu. Meðal viðfangsefna ráðstefnunnar er að skýra umfang og fjölbreytileika í starfsemi þekkingarsetra víða um land með áherslu á þau tækifæri sem þar liggja. Aukið samstarf þekkingarsetra bæði svæðisbundið og á landsvísu er líklegt til að skila auknum tækifærum til svæðisbundinnar þróunar á Íslandi.

Á ráðstefnunni verða 10 stuttir fyrirlestrar og umræður.

Vinsamlega tilkynnið þátttöku á netfangið postur@mrn.is