Undirritun Menningarsamnings í Ráðherrabústaðnum við Tjörnina

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Þann 15. apríl sl. var undirritaður, og þar með endurnýjaður, menningarsamningur milli iðnaðar- og menningarráðuneytis og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fyrir hönd sveitarfélaganna á sama svæði.

Boðuðu ráðherrar ráðuneytanna alla fulltrúa landshlutasamtaka og menningarráða á landinu í Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu þar sem undirritun fór fram við hátíðlega athöfn.