Aðalfundur SSV haldinn 30. september og 1. október

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Aðalfundur SSV var haldinn dagana 30. september og 1. október sl. Fjöldi góðra gesta sótti fundinn og ráðherrarnir Jón Bjarnason og Guðbjartur Hannesson ávörpuðu fundinn.

Málin sem voru hvað fyrirferðamest að þessu sinni voru kynningar á starfsemi sóknaráætlunar 20/20 og almenningssamgöngur.

Hvað varðar almenningssamgöngur er það almennur vilji Vegagerðarinnar að landshlutasamtökin yfirtaki almenningssamgöngur á sínum svæðum. Landshlutasamtökin myndu þá taka yfir samninga sem Vegagerðin hefur við verktaka, sjá um útboð á sínum svæðum og samræma betur ferðir langferðabifreiða. Talið er að mikil tækifæri liggi í þessu verkefni.

Ályktanir fundarins er að finna hér.