Skrifstofa SSV lokuð

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Skrifstofa SSV í Borgarnesi verður lokuð dagana 27-28. september.

Nýr hagvísir – Þróun útsvars árin 2001-2006

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Út er kominn nýr hagvísir og fjallar hann um þróun útsvars árin 2001-2006. Höfundur er Vífill Karlsson. Í nýútkomnum hagvísi var álagt útsvar til skoðunar. Því hefur verið haldið fram að sveitarfélög hafi notið hagvaxtarskeiðsins og að álagt útsvar eigi að hafa hækkað um 29% að raungildi á tímabilinu 2001-2006. Þetta getur verið villandi alhæfing samkvæmt útreikningum sem kynntir eru í þessari skýrslu. Á Vesturlandi hefur álagt útsvar þróast með

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Aðalfundur SSV verður haldinn fimmtudaginn 20. september 2007. Fundurinn verður haldinn á Hótel Hamri og hefst hann klukkan 10:00. Dagskrána má nálgast hér Skrifstofa SSV verður lokuð fimmtudaginn 20.september.

Málstofa um atvinnuþróun

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Þriðjudaginn 18. september stendur Vaxtarsamningur Vesturlands fyrir málstofu um atvinnuþróun. Aðalræðumaður verður skotinn Calum Davidson, sem er sérfræðingur í þekkingarhagkerfum hjá atvinnuráðgjöf skosku Hálandanna. Málstofan ber yfirskriftina Smart Regions – developing a Knowledge Economy at the Periphery Eins og yfirskriftin ber með sér mun Calum fjalla um hvernig hægt sé að þróa þekkingartengdar atvinnugreinar í dreifbýlum héröðum. Þetta viðfangsefni er sérlega áhugavert fyrir Vesturland, þar sem svæðið er í fararbroddi

Hagvöxtur svæða, ný skýrsla

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Byggðastofnun hefur í samstarfi við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands unnið tölur um hagvöxt í einstökum landshlutum. Í byggðarlegu tilliti er mikilvægt að áreiðanlegar upplýsingar séu til um hagþróun á einstökum svæðum á Íslandi, m.a. til að samanburður við aðrar þjóðir verði auðveldari.

Nýtt! Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Vesturlandi hefur nú verið birt hér á síðunni. Þar er fjallað um niðurstöður ráðgjafa um meðhöndlun lífræns úrgangs og urðunarstaði. Skýrslan var unnin af VGK-Hönnun hf. fyrir verkefnisstjórn og var verkefnisstjóri Teitur Gunnarsson. Skýrsluna má finna HÉR

Vaxtarsamningur Vesturlands auglýsir styrki

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Nú hefur verið opnað fyrir styrkumsóknir til Vaxtarsamnings Vesturlands. Styrkir geta verið vegna stofnunar tengslanets, námskeiðahalds, rannsóknar- eða greiningarvinnu, ráðgjafar eða sameiginlegra verkefna. Ekki er veitt styrkjum til fjárfestingar í fyrirtækjum, reksturs fyrirtækja/stofnana, eða til stofnkostnaðar á búnaði, byggingum eða tækjum.

Yfirlýsing frá stjórn SSV – 9. júlí 2007

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Ný skýrsla SSV – þróunar og ráðgjafar leiðir í ljós að efnahagsleg áhrif á Vesturlandi af 30% skerðingu þorskkvóta nema 4,9 milljörðum króna á ári. Þar af nema þau 2 milljörðum í Snæfellsbæ, 1,6 á Akranesi, tæpum milljarði í Grundarfjarðarbæ, 350 milljónum í Stykkishólmi og 4 milljónum í Borgarbyggð. Sjávarútvegur er snar þáttur í atvinnulífi Vesturlands, sérstaklega á Snæfellsnesi þar sem fiskveiðar nema um 40% af þáttatekjum svæðisins og fikvinnslu

Fréttatilkynning frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Fimm milljarða staðbundin efnahagsleg áhrif á Vesturlandi vegna þorskaflasamdráttar Áhrifin nema 2 milljörðum í Snæfellsbæ þar sem fiskveiðar og vinnsla standa undir 30 – 40% launa og rekstrarhagnaðar. Staðbundin efnahagsleg áhrif á Vesturlandi af skerðingu þorskafla, sem stjórnvöld tilkynntu í gær, nema um fimm milljörðum króna á ári. Áhrifanna gætir lang mest í Snæfellsbæ þar sem þau eru reiknuð um tveir milljarðar króna árlega en fiskveiðar nema um 40% af

SSV þróun & ráðgjöf og Símenntunarmiðstöð Vesturlands í Evrópuverkefni

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

SSV – þróun og ráðgjöf, ásamt Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi, tekur þátt Evrópuverkefni sem nefnist Land Life Learning. Auk fulltrúa héðan taka fulltrúar frá sambærilegum stofnunum í fimm öðrum löndum þátt, þ.e. Spáni, Portúgal, Svíþjóð, Noregi og Hollandi.