Svanni – lánatryggingasjóður kvenna auglýsir eftir umsóknum

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um lánatryggingar í Svanna-lánatryggingasjóð kvenna og er umsóknarfrestur til og með 16. apríl. Sótt er um rafrænt á heimasíðunni www.svanni.is en gert er ráð fyrir því að úthluta lánatryggingum eigi síðar en 16.júní.

Sérstök athygli er vakin á því að nú er hægt er að sækja um lánatryggingar allt árið um kring en úthlutað verður tvisvar á ári, að vori og að hausti.


Eingöngu verkefni/fyrirtæki sem eru í meirihlutaeigu konu/kvenna og undir stjórn konu/kvenna geta sótt um lánatryggingu. Einnig er gerð er krafa um að í verkefninu felist nýsköpun/nýnæmi að einhverju marki og að líkur séu verulegar á að verkefnið/fyrirtækið leiði til aukinnar atvinnusköpunar kvenna.
Viðskiptaáætlun þarf að fylgja umsóknum ásamt ítarlegum fjárhagsupplýsingum. Mikilvægt er að umsóknir séu vel unnar og vandaðar.

Unnt er að sækja um ábyrgð vegna eftirtalinna þátta:

· Stofnkostnaðar

· Markaðskostnaðar

· Vöruþróunar

· Nýrra leiða í framleiðslu eða framsetningu á vöru/þjónustu

Í umsókn skulu eftirfarandi atriði koma fram:

· Upplýsingar um umsækjanda

· Greinargóð lýsing á verkefni/fyrirtæki, markmiðum þess og ávinningi

· Hverjir koma að umsókninni, og tilgreining samstarfsaðila

· Viðskiptaáætlun (ítarleg fjárhags-, og framkvæmdaráætlun)

· Lýsing á fjármögnun og staðfesting fjármögnunaraðila ef þeir eru til staðar

Ábyrgð skal ekki vera undir 1 milljónum króna og að jafnaði skal hún ekki fara yfir 10 milljónir króna. Sjóðurinn er í samstarfi við Landsbankann sem veitir lán og helming ábyrgðar á móti sjóðnum.

Til að fá lánatryggingu þarf að gera samning um handleiðslu og ráðgjöf við ráðgjafa og er slíkur samningur skilyrði fyrir því að ábyrgð sé veitt. Í samningi skal kveðið á um fjölda viðtala og tilhögun ráðgjafarinnar sem er sniðin að þörfum hvers og eins.

Stjórn Svanna fer yfir og metur umsóknir í samvinnu og samráði við Landsbankann og er sameiginleg ákvörðun tekin um veitingar lánatrygginga.

Allar nánari upplýsingar veitir verkefnastjóri Svanna í síma 582-4914 en einnig er hægt er að senda fyrirspurnir í netfangið svanni@svanni.is