Búsetuskilyrði á Vesturlandi

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Vestlendingar eru almennt ánægðir með búsetuskilyrði nema þegar kemur að þáttum sem tengjast vinnumarkaði og framfærslukostnaði.

Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu um niðurstöður íbúakönnunar SSV, en megintilgangur hennar er að kanna hvort íbúar á Vesturlandi séu ánægðir með búsetuskilyrði á svæðinu. Þá var einnig reynt að varpa ljósi á hvort fátækt eða fjárhagsvandi væri vandamál meðal Vestlendinga.

Frekari upplýsingar er að finna í skýrslunni.