Kynningarfundir – Ný skipulagslög, ný mannvirkjalög og drög að nýjum reglugerðum

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Efnt er til kynningarfunda þar sem fulltrúar Skipulagsstofnunar, Mannvirkjastofnunar og umhverfisráðuneytisins kynna ný skipulagslög og ný mannvirkjalög sem tóku gildi 1. janúar s.l. og jafnframt drög að nýjum reglugerðum.

Þessi nýju lög varða hagsmuni sveitarfélaga, fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka og almennings og verða fundirnir opnir öllum sem áhuga hafa á því að kynna sér þennan málaflokk. Að kynningu lokinni verða umræður og munu fulltrúar frá Skipulagsstofnunar, Mannvirkjastofnunar og umhverfisráðuneytisins svara fyrirspurnum frá fundargestum.

Kynningarfundirnir verða á eftirtöldum stöðum:


Á Ísafirði í húsnæði Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, Suðurgötu 12 og einnig í fjarfundi á Hólmavík (Þróunarsetri) og á Patreksfirði (Þróunarsetrið Skor), fimmtudaginn 24. febrúar kl. 13-16
Í Borgarnesi, Menntaskóla Borgarfjarðar, Borgarbraut 54, föstudaginn 25. febrúar kl. 13-16
Á Akureyri, Ketilhúsinu, Kaupvangsstræti 23, fimmtudaginn 3. mars kl. 13-16
Á Egilsstöðum, Hótel Héraði (Icelandair Hotels) Miðvangi 5-7, föstudaginn 4. mars kl.13-16
Á Hvolsvelli, Félagsheimilinu Hvoli, Austurvegi 8, fimmtudaginn 10. mars kl.13-16
Í Reykjavík, fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, Suðurgötu 41, föstudaginn 11. mars kl. 13-16

Allir sem áhuga hafa á að kynna sér þessi mál og taka þátt í umræðum um þau eru hvattir til að mæta.

Dagskrá

13: 00 Helstu nýmæli í nýjum skipulagslögum og lögum um mannvirki
Fulltrúar umhverfisráðuneytisins
13:30 Skipulagslögin og vinnan við nýja skipulagsreglugerð
Fulltrúi Skipulagsstofnunar
14:00 Kaffihlé
14:20 Mannvirkjalögin og vinnan við nýja byggingarreglugerð
Fulltrúi Mannvirkjastofnunar
14:50 Umræður
16:00 Fundarlok