Rakel Óskarsdóttir nýr formaður SSV

adminFréttir

Rakel Óskarsdóttir bæjarfulltrúi á Akranes tók við starfi formanns SSV nú um áramótin. Rakel tekur við formennskunni af Kristín Björgu Árnadóttur fv. forseta bæjarstjórnar Snæfellsbæjar, en Kristín lét nýverið af störfum sem bæjarfulltrúi vegna brottflutnings frá Snæfellsbæ. Rakel hefur setið sem bæjarfulltrúi á Akranesi frá árinu 2014 og verið varaformaður stjórnar SSV frá hausti 2014.

Nýr atvinnuráðgjafi hjá SSV

adminFréttir

Ólöf Guðmundsdóttir hóf störf sem atvinnuráðgjafi hjá SSV 1. desember s.l. Ólöf er menntaður viðskiptafræðingur frá HÍ og hefur nýverið lok meistaranámi í Forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Ólöf hefur langa reynslu af starfi við fjármálastjórnun hjá fyrirtækjum, hefur starfrækt bókhaldsþjónustu, auk þess sem hún hefur starfað hjá endurskoðunar-fyrirtækinu Grant Thornton. Ólöf var valin í starfið úr hópi …

Dagur nýsköpunar

adminFréttir

Dagur nýsköpunar var haldinn í Landsnámssetrinu í Borgarnesi 23 nóvember s.l. Ríflega 50 manns mættu og hlýddu á þá Bjarna Má Gylfason hagfræðing hjá Samtökum iðnaðarins og Odd Sturluson hjá Icelandic startup flytja erindi um nýsköpun. Þá var úthlutað styrkjum úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands til nýsköpunar í atvinnulífi. Samtals var úthlutað 13.300.000 til 19 verkefna. Sjá hér. Á þessu ári hefur …

Menningarstefna Vesturlands 2016-2019

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Menningarstefna Vesturlands mótar áherslur í menningarmálum og er ætlað að styðja við menningarstefnu sveitarfélaga í landshlutanum. Menningarstefnan er hér.

Dagur nýsköpunar og úthlutunarhátíð

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Dagur nýsköpunar og úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands verður haldin í Landnámssetrinu í Borgarnesi, miðvikudaginn 23. nóvember og hefst dagskrá kl. 13:30. Uppbyggingarsjóður Vesturland mun úthluta styrkjum til nýsköpunar í atvinnulífi, flutt verða erindi um nýsköpun og Nýsköpunarverðlaun SSV árið 2016 verða afhent. Sjá nánar hér í auglýsingu.

Svanni – lánatryggingasjóður kvenna auglýsir eftir umsóknum um ábyrgðartryggingar

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Svanni veitir ábyrgðartryggingar til fyrirtækja í eigu kvenna en sjóðurinn er í samstarfi við Landsbankann um lánafyrirgreiðslu. Eingöngu fyrirtæki sem eru í meirihlutaeigu konu/kvenna og undir stjórn konu/kvenna geta sótt um tryggingu. Gerð er krafa um að verkefnð leiði til aukinnar atvinnusköpunar kvenna. Unnt er að sækja um ábyrgð vegna eftirtalinna þátta: Markaðskostnaðar Vöruþróunar Nýrra leiða í framleiðslu eða framsetningu …

Haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Haustþing SSV 2016 var haldið í Stykkishólmi 5 október s.l. Á þinginu var samþykkt starfs- og fjárhagsáætlun SSV fyrir árið 2017, ályktað var um atvinnu- og umhverfismál, opinbera þjónustu og ýmis málefni sveitarfélaga. Þá var samþykkt menningarstefna fyrir Vesturland og lögð fram tillaga að samgönguáætlun Vesturlands fyrir árin 2017-2029. Mikil umræða var um samgöngumál og var tillögu að samgönguáætlun vísað …

Efling menntunar í ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Vesturlands er „Efling menntunar í ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu“. Unnið er að síðasta verkhluta verkefnisins sem er kynning á þeim námskeiðum og námi sem stendur aðilum í ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu á Vesturlandi til boða haustið 2016 og áfram 2017. Hægt er að kynna sér verkefnið og námsframboðið undir þessum tengli – Efling menntunar.

Þörf á menntuðu vinnuafli

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Tæplega fimmtungur fyrirtækja á Vesturlandi hefur þörf fyrir starfsfólk með ákveðna menntun samkvæmt niðurstöðum spurningakönnunar sem gerð var í desember árið 2015 og hafði þá dregist umtalsvert saman frá sambærilegri könnun frá 2014. Þrátt fyrir að dregið hafi úr þörfinni á menntuðu vinnuafli á milli ára má engu að síður draga þá ályktun að enn sé töluverð þörf fyrir menntað vinnuafl á Vesturlandi.