Málþing um eflingu sveitarstjórnarstigsins

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Málþing um eflingu sveitarstjórnarstigsins verður haldið í samvinnu nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins, Innanríkisráðuneytisins og Háskólans á Akureyri, Föstudaginn 10. febrúar 2012 í HA klukkan 11:00 til 15:30. Tilkynna skal þátttöku með tölvupósti á netfangið: arny.g.olafsdottir@irr.is. Dagskrá:

Hefur þú hugmynd? – Styrkir til atvinnumála kvenna

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Hefur þú góða viðskiptahugmynd? Rekur þú fyrirtæki og vilt þróa nýja vöru eða þjónustu? Vinnumálastofnun/Velferðarráðuneyti auglýsir styrki til atvinnumála kvenna vegna ársins 2012 lausa til umsóknar. Skilyrði er að verkefnið/hugmyndin falli að eftirfarandi skilyrðum. Verkefnið sé í eigu konu/kvenna og stjórnað af konu Verkefnið feli í sér nýnæmi eða nýsköpun Verkefnið feli í sér atvinnusköpun til frambúðar Viðskiptahugmynd sé vel útfærð Veittir eru styrkir til gerðar viðskiptaáætlunar, vegna markaðssetingar og

Þéttbýlin í dreifbýli Vesturlands

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Menningarráð Vesturlands, Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst stóðu fyrir ráðstefnunni „Þéttbýlin í dreifbýli Vesturlands – Háskólar, atvinna og skipulag. Staða og tækifæri“ sem haldin var 17. nóvember s.l. á Hvanneyri. “Ekki borða eða ónáða manneskjurnar” gæti staðið á skilti utan á tankinum; varnaðarorð til hákarlanna sem virða fyrir sér gestina í sjávardýrasafninu. Vífill Karlsson, hagfræðingur hjá SSV flutti erindið „Atvinnulíf og hafnir – fortíð og framtíð“ á ráðstefnunni þar

Aðalfundur SSV haldinn 30. september og 1. október

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Aðalfundur SSV var haldinn dagana 30. september og 1. október sl. Fjöldi góðra gesta sótti fundinn og ráðherrarnir Jón Bjarnason og Guðbjartur Hannesson ávörpuðu fundinn. Málin sem voru hvað fyrirferðamest að þessu sinni voru kynningar á starfsemi sóknaráætlunar 20/20 og almenningssamgöngur. Hvað varðar almenningssamgöngur er það almennur vilji Vegagerðarinnar að landshlutasamtökin yfirtaki almenningssamgöngur á sínum svæðum. Landshlutasamtökin myndu þá taka yfir samninga sem Vegagerðin hefur við verktaka, sjá um útboð

Brúðuheimar Frumkvöðull ársins 2010

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Bernd og Hildur fremst ásamt þeim sem fengu viðurkenningu.Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Vaxtarsamningur Vesturlands standa árlega fyrir útnefningu á Frumkvöðli Vesturlands. Alls fengu 12 aðilar viðurkenningu vegna ársins 2010 á Frumkvöðladegi sem haldinn var 10. júní í Brúðuheimum í Borgarnesi. Að þessu sinni voru það Brúðuheimar sem voru útnefndir Frumkvöðull Vesturlands 2010 og fengu þau verðlaunagrip ásamt 500.000 kr. Í 2.-3. sæti voru Skagastaðir, virknisetur fyrir unga atvinnuleitendur á

Ráðstefna 8. júní 2011 – Landsbyggð tækifæranna

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Miðvikudaginn 8. júní kl. 13:00 – 17:00 verður haldin ráðstefnan Landsbyggð tækifæranna – Þekkingar- og fræðastarf á landsbyggðinni á Grand Hótel, Sigtúni 38, Reykjavík (Háteigur A, 4 hæð).Tilefni ráðstefnunnar er skýrslan um Þekkingarsetur á Íslandi og nú er ætlunin að móta áframhald þess verkefnis m.a. í tengslum við áherslur Vísinda- og tækniráðs og sóknaráætlanir landshluta (Ísland 2020). Sjá auglýsingu og dagskrá hér.

Landstólpinn – Samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Byggðastofnun hefur ákveðið að veita árlega viðurkenningu á ársfundi sínum og verður það gert í fyrsta sinn á ársfundinum þann 25. maí n.k. sem haldinn verður í Vestmannaeyjum. Það er von okkar að slíkur viðburður gefi jákvæða mynd af landsbyggðinni og af starfi stofnunarinnar. Viðurkenningin er hvatning og einskonar bjartsýnisverðlaun, því hugmynd að baki er að efla skapandi hugsun og bjartsýni.

Frumkvöðull Vesturlands

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

SSV-Þróun og ráðgjöf hefur um árabil staðið fyrir tilnefningu á Frumkvöðli Vesturlands. Þar hafa verið tilnefnd fyrirtæki, einstaklingar og samtök sem þykja hafa sýnt frumkvæði í þróun vöru, þjónustu eða viðburða fyrir landshlutann. Í ljósi breyttra efnahagslegra forsenda hefur verið ákveðið taka upp samstarf við Vaxtarsamning Vesturlands og veita peningaverðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í keppninni. Hér til hliðar er hnappur sem vísar á eyðublað fyrir tilnefningu.

Undirritun Menningarsamnings í Ráðherrabústaðnum við Tjörnina

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Þann 15. apríl sl. var undirritaður, og þar með endurnýjaður, menningarsamningur milli iðnaðar- og menningarráðuneytis og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fyrir hönd sveitarfélaganna á sama svæði. Boðuðu ráðherrar ráðuneytanna alla fulltrúa landshlutasamtaka og menningarráða á landinu í Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu þar sem undirritun fór fram við hátíðlega athöfn.

Kristinn Jónasson nýkjörinn formaður Sorpurðunar Vesturlands hf.

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Á fundi stjórnar Sorpurðunar Vesturlands hf. sem haldinn var föstudaginn 1. apríl var Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ kosinn formaður stjórnar og Bergur Þorgeirsson, Borgarbyggð, varaformaður. Ný stjórn var kosin á aðalfundi félagsins þann 11. mars sl. og gengu þar 5 stjórnarmenn úr stjórn, flestir eftir margra ára stjórnarsetu. Nýir stjórnarmenn eru: