Nýr atvinnuráðgjafi hjá SSV

adminFréttir

Ólöf Guðmundsdóttir hóf störf sem atvinnuráðgjafi hjá SSV 1. desember s.l. Ólöf er menntaður viðskiptafræðingur frá HÍ og hefur nýverið lok meistaranámi í Forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Ólöf hefur langa reynslu af starfi við fjármálastjórnun hjá fyrirtækjum, hefur starfrækt bókhaldsþjónustu, auk þess sem hún hefur starfað hjá endurskoðunar-fyrirtækinu Grant Thornton.

Ólöf var valin í starfið úr hópi 28 umsækjanda. Um leið og við bjóðum Ólöfu velkomna til starfa, viljum við þakka umsækjendum fyrir sýndan áhuga.