Rakel Óskarsdóttir nýr formaður SSV

adminFréttir

Rakel Óskarsdóttir bæjarfulltrúi á Akranes tók við starfi formanns SSV nú um áramótin. Rakel tekur við formennskunni af Kristín Björgu Árnadóttur fv. forseta bæjarstjórnar Snæfellsbæjar, en Kristín lét nýverið af störfum sem bæjarfulltrúi vegna brottflutnings frá Snæfellsbæ.

Rakel hefur setið sem bæjarfulltrúi á Akranesi frá árinu 2014 og verið varaformaður stjórnar SSV frá hausti 2014.