Þörf á menntuðu vinnuafli

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Tæplega fimmtungur fyrirtækja á Vesturlandi hefur þörf fyrir starfsfólk með ákveðna menntun samkvæmt niðurstöðum spurningakönnunar sem gerð var í desember árið 2015 og hafði þá dregist umtalsvert saman frá sambærilegri könnun frá 2014. Þrátt fyrir að dregið hafi úr þörfinni á menntuðu vinnuafli á milli ára má engu að síður draga þá ályktun að enn sé töluverð þörf fyrir menntað vinnuafl á Vesturlandi.

Þörfin fyrir menntað starfsfólk var mest á Akranesi og í Hvalfirði þegar horft var til einstakra svæða Vesturlands og svipuð í Borgarfirði. Í Dölunum var þörfin ekki mikið lægri en í Borgarfirði en nærri helmingi minni á Snæfellsnesi.

Heilt yfir vantaði helst starfsfólk með iðn- og tæknimenntun á Vesturlandi eins og í könnuninni 2014. Þörfin fyrir hafði þó dregist töluvert saman á milli áranna. Tæplega 250 fyrirtæki tóku þátt.  Frekari greiningu er að sjá í nýrri Glefsu á þessari vefslóð (Smellið hér).
vk