Vesturland tapaði fólki til höfuðborgarsvæðisins 2016

VífillFréttir

39 fleiri fluttu frá Vesturlandi til höfuðborgarsvæðisins en frá höfuðborgarsvæðinu til Vesturlands árið 2016. Á Suðurlandi og Suðurnesjum var þessu öfugt farið þar sem fleiri fluttu til þeirra landshluta frá höfuðborgarsvæðinu en frá þeim til höfuðborgarsvæðisins. Þetta gerist reyndar svo hratt á Suðurnesjum að aldrei fyrr hefur þessi jöfnuður verið þeim hagstæðari en árið 2007 þegar skoðuð er þróunin frá …

Dregur úr fjárfestingarvilja fyrirtækja á Vesturlandi

VífillFréttir

Eitthvað hefur dregið úr vilja fyrirtækja á Vesturlandi til fjárfestinga. Þetta kom fram í skoðanakönnun sem gerð var meðal þeirra haustið 2016. Samskonar könnun var gerð bæði haustið 2014 og 2015. Samanburður á milli ára gefur til kynna að dregið hafi úr fjárfestingaviljanum. Þetta og margt fleira má sjá betur á heimasíðu okkar hjá SSV undir liðnum skemmtileg tölfræði eða …

Stiklur um menningarstarf á Vesturlandi í sumar

SSVFréttir

Elísabet Haraldsdóttir menningarfulltrúi SSV setur fram það helsta sem er að gerast í menningarmálum á Vesturlandi þessa dagana í grein sem að birtist i Skessuhorni 12.júli 2017. sjá grein hérna : Stiklur um menningarstarf á Vesturlandi í sumar

Fyrirtæki á Vesturlandi, fjárfestar og fjárfestingartækifæri

VífillFréttir

Í dag komu Kristinn Hafliðason og Arnar Guðmundsson frá Íslandsstofu. Þetta er liður í verkefni hjá þeim sem miðar að því að fá betri yfirsýn um fjárfestingar tækifæri vítt og breitt um landið. Til Íslandsstofu leitar fjöldi fjárfesta erlendra sem hérlendra og hefur aukist á undanförnum misserum. Í rauninni er allt undir en sérstakur áhugi hefur ferðaþjónustu á Íslandi verið …

Atvinnuráðgjafar hjá SSV, viðvera og símanúmer.

SSVFréttir

Í sumar verða atvinnuráðgjafar hjá SSV ekki með fasta viðveru nema á skrifstofunni í Borgarnesi og á Akranesi . Ólöf er á þriðjudögum á Akranesi frá kl. 10 -16. Hægt er að hafa samband við ráðgjafana í síma á öðrum tíma. Ólafur Sveinsson – 892-3208 Vífill Karlsson – 695-9907 Ólöf – 898-0247 Reikna má með sumarleyfum og er þá bent …

Vesturland myndrænasti áfangastaður Evrópu 2017

SSVFréttir

Vesturland myndrænasti áfangastaður Evrópu 2017 Luxury Travel Guide valdi Vesturland ,,Scenic destination of Europe”. Luxury Travel Guide sérhæfir sig í skrifum um áfangastaði, hótel, heilsulindir, tækni og fleira. Blaðið leggur áherslu á betur borgandi ferðamenn. Vesturland er valið vegna fallegrar náttúru svæðisins auk þess sem gott er að gera út frá Vesturlandi þegar kemur að því að kanna náttúru. Til …

Samgönguáætlun Vesturlands.

SSVFréttir

Samgönguáætlun Vesturlands sem var samþykkt fyrr á þessu ári er aðgengileg á heimasíðu SSV. Áætlunin var unnin af vinnuhópi sem starfaði á árinu 2016 undir forystu Gísla Gíslasonar hafnarstjóra Faxaflóahafna. Tillaga hópsins var lögð fram á Haustþingi SSV 2016 til umræðu. Þingið vísaði áætluninni til umsagnar sveitarfélaga á Vesturlandi. Stjórn SSV samþykkti síðan áætlunina snemma á þessu ári að fengnum …

Áhrif ferðaþjónustu á fjárhag sveitarfélaga

VífillFréttir

Vífill Karlsson hjá SSV fjallaði um niðurstöður rannsóknar á áhrifum ferðaþjónustu á fjárhag sveitarfélaga á sjónvarpsstöðinni Hringbraut þar sem Linda Blöndal og Sigmundur Ernir spurðu hann út úr. Þetta var 10. maí 2017. Viðtalið hefst þegar komið er u.þ.b. 12 mínútur inn í  þáttinn (smellið hér). Rannsóknarskýrslan sjálf fer á vefinn í fullri lengd þegar birtingarferli er lokið. Í millitíðinni …

Fundargerð aðalfundar SSV

SSVFréttir

Hér má sjá fundargerð aðalfundar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem haldinn var miðvikudaginn 29.mars s.l. á hótel Hamri. Aðalfundur-SSV-2017-fundargerð-29.03.2017